Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 18
Frímann Ásmundsson:
Fréttir frá Swazilandi
Kæru systkini í Drottni Jesú Kristi.
Þess hefur verið farið á leit við mig að ég skrifi í
Aftureldingu og segi fréttir af starfinu í Swasilandi.
Mér er það bæði skylt og ljúft, þar sem við eigum
ykkur svo mikið að þakka, sem standið á bak við
okkur í bæn og öðrum stuðningi.
Það eru rúm tvö ár síðan við komum hingað til
Swasilands öðru sinni. Það eru því bráðum þrjú ár
frá því ég var síðasta á Fróni. Ég var fyrst þrjá
mánuði í Englandi við enskunám. Það var mér til
ómetanlegs gagns. Best af öllu er að geta lesið ensku
Biblíuna, einnig er enska hér annað mál á eftir
swati.
Við dvöldum fyrst á Ebeneser-stöðinni en flutt-
um fljótlega til Bethany-stöðvarinnar og við kunn-
um vel við okkur hér, jafnvel þótt hitinn fari
stundum upp í 40°C! Bethany hefur fimm útstöðvar
og sumar þeirra eru langt í burtu. Sjálf miðstöðin er
frekar lítil.^Hér er barnaskóli og einnig sjúkraskýli.
Einnig höldum við samkomur í tveim öðrum skól-
um, sem eru reknir af Swasistjórninni.
En hvað gerir kristniboðinn?
Er þörf fyrir kristniboða í Swasilandi?
Þetta þykja ef til vill einkennilegar spurningar, en
ég ætla samt að svara þeim.
Kristniboðsstarfið er þríþætt.
1. Boðun Guðs orðs með kennslu, Biblíuskóla-
haldi og bókadreifingu.
2. Sjúkrahjálp.
3. Byggingar og viðhald kristniboðsstöðva.
Hér í Bethany er ég stöðvarstjóri en Aud kona
mín er mér til mikillar hjálpar. Eli Sagen ber ábyrgð
á sjúkraskýlinu hér og að Esenkveni. Þar eð hér er
enginn forstöðumaður sé ég einnig um safnaðar-
starfið. Ég skipulegg samkomur og hjálpa til eftir
mætti. Gott samstarf er með mér og öldungunum.
Aud kona mín sér um skólasamkomurnar og bók-
hald stöðvarinnar.
Venjulega tala ég á tveim til þrem samkomum
vikulega. Ég tala á ensku og er túlkaður. Ég reyni að
nota swati-málið eins mikið og ég get í daglegu tali,
en það er erfitt.
Næsta ár fáum við ungar brennandi bróðir hing-
að sem trúboða. Hann er nú á þriðja ári í Biblíu-
skólanum. Bænarefni okkar er að Guð gefi hingað
forstöðumann. Þá væri okkar ekki þörf hér, heldur
gætum við farið annað, þar sem þörfin er meiri.
Byggingarvinnan hefur tekið drjúgan hluta af
tíma mínum. Fyrir utan verk á stöðinni, hef ég haft
yfirumsjón með tveim kirkjubyggingum. Sú minni
er á útstöð okkar Emfishani, og heitir Othandweni
(það þýðir: í kærleika). Kirkjan sem var fyrir var
allt of lítil og á slæmum stað. Nýja kirkjan rúmar
200—250 manns í sæti. Ég naut góðrar hjálpar
bróður í söfnuðinum hér. Ég sá um alla efnisað-
drætti og að verkið væri sómasamlega unnið. Það er
mjög ánægjulegt að kirkjan er mjög vel sótt.
Hin kirkjan er í Hlatikulu, stærsta þorpinu hér í
nágrenninu. Eiginlega tilheyrir þetta svæði Eben-
eser-stöðinni. Ég var samt beðinn um að byggja
kirkjuna. Vinirnir höfðu beðið í mörg ár eftir leyfi-
Það er ekki svo auðvelt að fá lóð fyrir Guðshús í
bænum. Það voru mörg ljón í veginum, sem berjast
þurfti við. Margar skrifstofur voru heimsóttar,
vaktmaður þurfti að vera á staðnum vegna fólks
sem vildi krækja sér í byggingarefni. Trúboðinn á
staðnum varð mér til ómetanlegrar hjálpar. Ég vann
allt timburverk sjálfur. Smíðaði þakið, loftið,
18