Afturelding - 01.08.1979, Blaðsíða 3
Það fer sömuleiðis illa, þegar kröfur til lífs-
gœða, miðast við taumlaust nautnalíf í brenni-
v'msdrykkju og eiturlyfjum. Þá verður ástandið
botnlaust og enginn má við slíku. Ráðaleysið hjá
einstaklingum ogþjóðinni birtist í hversu geypi-
báum upphœðum er fórnað á altari vínguðsins.
Hvers lags ráðslag er t.d. að sjá vín og bjórburð
{higáhafna við komuna til Keflavíkurflugvallar,
fefð eftir ferð! Hefur fólkið of lítið kaup?
Oneitanlega fylgir vanblessun slíku og undan-
þágur hins opinbera og forréttindi œttu hér ekki
að vera til. Merk kona er ritstjórinn átti tal við á
sh sumri, hefir ekki farið úr huga hans vegna
eftirfarandi frásagnar: Þeim hjónum gáfust
niörg börn. Lánið virtist blasa við þeim öllum
nema einu. Það var vangefið. Hin komust til
ntennta og mannforráða. Sá efnilegasti varð
áfenginu að bráð, með hjónaskilnaði og upp-
lausn er því fylgir. Harmþrungin móðir hafði
þann lcerdóm fram að fœra, að betra vceri að eiga
Vangefið barn, en drykkjuson!
Ráðsettur búandi maður í hjarta Suðurlands,
kom í tvcer raðsamkomur sem nýlokið er í safn-
aðarhúsi Hvítasunnumanna á Selfossi. Fyrir
arfáum árum kom þessi sami maður á samkomu
þar. Þá var þar ungur maður inni, drukkinn og
sjálfum sér og öðrum til leiðinda. Nú var sami
ataður prúðbúinn og alsgáður þarna bceði þessi
kvöld. Spurt var hvað hefði gerst. Algjör breyt-
lng! Viðkomandi samkomugestur fékk þá
sterkustu prédikun, er hugsast getur. Að sjá
endurfæddan og frelsaðan mann.
Ráðaleysið hverfur, brimgnýrinn dvínar, ef
spurt er um „gömlu göturnar, hver sé ham-
‘ngjuleiðin“ og einstaklingar og þjóðin velja að
fetra hana. Þá finnur hver og einn sálu sinni hvíld
°g frið. Þá mun réttlœti og friður kyssast og
velmegun verða í landi voru.
„Leitið Drotlins meðan hann er að finna,
kallið á hann meðan hann er nálœgur. Hinn
°guðlegi láti af breytni sinni og syndarinn af
vélráðum sínum og snúi sér til Drottins sem
fyrirgefur ríkulega.“ Þá mun blessun verða á
tslandi. Kœrleikur og eindrægni ráða. Þörfin er
vakning í Heilögum Anda. Þá mun það verða,
Setn sannarleg þörf er fyrir í dag.
Ritstjórinn.
Vér viljum og pekkja. kosta kapps um að
pekkja Drottin, — hann mun eins áreiðanlega
koma, eins og morgunroðinn rennur upp — svo
að hann komi yfiross eins og regnskúr, eins og
vorregn, sem vökvar jörðina.
Hósea 6:3
Útgefandi:
Blaða- og bókuútgáfan,
Hátúni 2, Reykjuvík.
Sími 91-20735
F ramk væmdast jóri:
Guðni Einarsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Einar J. Gíslason.
Ritnefnd:
Daníel Glad.
Hallgrímur Guðmannsson.
Afturelding keniur út ársfjórðungslega,
32 síður hverju sinni.
Árgjald: 1800 krónur.
Verð í lausasölu: 600 krónur.
Árgjald erlendis: 2300 krónur
Gjalddagi er 1. apríl.
Utanáskrift:
AFTURELDING
Pósthólf 5135,
125 Reykjavík.
Póstgíró: 16 66 69
Setning og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar.
Forsíðumynd:
F.v. Jón Hannesson, Páll Lúthersson,
Frímann og Aud Ásmundsson með syni, Anna
Höskuldsdóttir.
3