Afturelding - 01.08.1979, Síða 5

Afturelding - 01.08.1979, Síða 5
Drottifm bænhcyrbi uivga mai\i\ii\f\ »Fœr Guðiþakkargjörð að fórn og gjaldhinum hœsía þannig heit þín og ákalla mig á degi neyðarinnar; ég ötun frelsa þig og þú skalt vegsama mig“ Sálm 91., 14—15. Fyrir fáeinum áratugum áratugum vildi það til í þorpi einu í Svíþjóð, að ungur, sænskur maður átti brýnt erindi til annars þorps, sem var alllangan veg frá heimabyggð hans. — Dag nokkurn ferðaðist hann þangað fótgangandi, og þar sem honum var tétt um gang, sóttist honum vel ferðin, enda þótt leið hans lægi gegnum langan, villugjarnan skóg. Vegna þess, hversu áliðið var dags þegar piltur- •nn gat lagt af stað að heiman, lenti hann í niða- niyrkri, áður en honum tókst að komast á leiðar- enda, og villtist hann þá svo í skóginum, að hann h®tti með öllu að rata til þorpsins, sem hann leitaði að. í skógi þessum, eins og svo víða á líkum stöðum, *eyndust stundum ýmsar hættur, og gat það því Verið mjög varhugavert að villast þar af réttri leið, nleinn á ferð um koldimma nótt. En eins og fyrr getur, tókst unga manninum á engan hátt, hvernig sem hann reyndi, að átta sig á stefnunni til þorpsins. Nam hann þá skyndilega staðar þar sem hann var staddur þar í skóginum og ^ngsaði sitt ráð. — Hvað gat hann nú gert til þess að k°mast úr úr þessum ískyggilegu vandræðum? ^ugsaði hann með sér. — Jú, einu ráði mundi hann eEir, sem hann trúði að bjargað gæti málinu, en það var bæn til Drottins, og það ráð skyldi hann þá Þegar prófa. Allt frá barnæsku hafði hann trúað því, sem honum hafði verið kennt, að Drottinn Guð væri ^’skunnsamur Guð, sem heyrði bænir allra, sem af e|nlægni leituðu hjálpar Hans, og að Hann hefði a'ltaf nóg ráð til bjargar, þó að mennirnir sæju alls engin. — Gjörði pilturinn þar þegar bæn sína til ^fottins og bað Hann heitt og innilega um að ^jálpa sér að finna hina réttu stefnu til þorpsins, Setn hann væri í vandræðum með að finna. - Og um •eið gjörði hann það heit frammi fyrir augliti Guðs, ^ allt frá þeirri stundu skyldi hann minnast hjálpar rians, gefa Honum dýrðina og þjóna Honum á lífsbraut sinni. — Og Drottinn Guð, sem vissi svo mæta vel hvernig högum þessa unga manns var háttað þá stundina eins og allar aðrar, bænheyrði hann jafnskjótt er hann hafði lokið bæninni, og það svo greinilega, að ekki varð urn villst; — því að skyndilega ómaði hátt og skýrt hanagal úr einni áttinni, og virtist þetta litla dýr. sem Drottinn lét verða honum þar til leiðbeiningar, vera stuttan spöl þaðan sem hann var staddur. — Pilturinn þakkaði Drottni af öllu hjarta fyrir hjálpina, og varð skilj- anlega fegnari en frá verði sagt, þegar hann heyrði gal hanans í þorpinu rjúfa næturkyrrðina. — Tók hann þá rakleitt stefnu í þá átt, sem hljóðið kom úr, og var síðan að lítilli stundu liðinni, kominn inn í þorpið, sem hann var orðinn nær úrkula vonar að finna. — Og vissulega fannst piltinum og vinum hans, þegar þetta atvik barst í tal, mjög merkilegt, því að haninn í þorpinu, sem eins og aðrir hanar, göluðu aðeins á eygtamótum, skyldi þá allt í einu, aldrei þessu vant, eða um klukkan tvö eftir mið- nætti, láta til sín heyra, unga manninum til hinnar kærkomnustu leiðbeiningar. Já, undursamlegir eru vegir Drottins til hjálpar þeim, sem Honum treysta og í nauðum eru staddir, eins og 4. erindið í hinum indæla sálmi: „Á hendur fel þú honum“ — minnir okkur svo vel á, en það segir: „Þig vantar hvergi vegi, þig vantar aldrei mátt. Þín bjargráð bregðast eigi til bóta’ á einhvern hátt. Þitt starf ei nemur staðar, þín stöðvár enginn spor af himni’ er ÞÚ þér hraðar með hjálp og líkn til vor.“ Piltur sá, sem þessar framangreindu línur skýra frá, efndi einlæglega heit það, sem hann gaf Drottni Framhald á bls. 31 5

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.