Afturelding - 01.08.1979, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.08.1979, Blaðsíða 9
Hver ertu? Ég er Englendingur, búsettur í útborg Lundúna. Giftur og vænti míns fyrsta barns. Ég starfa hjá bresku ríkisstjórninni, við þýðingar úr rússnesku og ungversku. Ég endurfæddist til lifandi kristinnar trúar fyrir tíu árum. Hvernig gerðist það? Ég ólst upp á vantrúuðu heimili. Faðir minn stundaði viðskipti og líf hans einkenndist af flestu öðru en kristilegum dyggðum. Hann var ofsafeng- 'nn í skapi og mjög blótsamur. Einu sinni sem oftar var hann á viðskiptaferðalagi og var niður við ströndina. Þar heyrði hann fólk vitna um Drottin. Hann meðtók boðskapinn og gafst Jesú Kristi. ^egar hann kom heim sá ég að hann var gjör- úreyttur maður. Kraftaverk hafði gerst í lífi hans. Hann var nýr maður. Um þessar mundir var ég mjög leitandi. Ég var á kafi í indverskum trúarbrögðum og leitaði svars við spurningunni um tilgang lífsins. Þegar ég sá breyt- 'nguna á pabba, þá vissi ég að hann hafði eignast það sem ég leitaði að. Ég spurði hann: ‘Hvernig get ég fengi að reyna það sem þú hefur reynt?’ Hann sagði: ‘Biddu Drottinn um að frelsa þig!’ Ég bað eitthvað á þessa leið: „Guð ef þú ert þarna, þá bið úg þig um að gera það sama fyrir mig og þú hefur gert fyrir hann pabba.“ Um það bil viku seinna varð ntér það ljóst að ég var breyttur maður. Framkoma mín var orðin allt önnur og umræða mín snerist nú helst um Drottin og ég talaði um hann á mjög eðli- *egan hátt. Ég sannfærðist um að ýmislegt í fari niínu var rangt og ég hætti því. Ég fór að sækja kirkju nálægt heimili mínu, en Þúarlífið þar var steindautt. Ég leitaði eftir meira Hfi í Drottni þó ég væri einn. Og sex mánuðum eftir að ég endurfæddist var ég á bæn. Þá fann ég mikla Hlýju hið innra með mér, hita í maganum, rétt eins °g mér væri bumbult en samt var þetta mjög þægi- 'eg tilfinning. Ég fann þessa hlýju í munni mínum °g ég fór að tala, — tala nýjum tungum. Ég var svo Ungur í trúnni að ég vissi varla hvað nú tók við. Skömmu síðar fór ég að sækja samkomur í Hvíta- Sunnusöfnuði í heimabæ mínum, Salisbury. Þar fékk ég fræðslu um Heilagan Anda og svör við spurningum mínum varðandi það efni. Svo kynntist ég samfélagi sem var um 100 km frá Heimili mínu. Ég fór þangað svo oft sem ég gat. Þar fékk ég mjög mikilvæga fræðslu, einkum um stað- fasta trú á áreiðanleika Guðs Orðs. Og öðlaðist þar Hýpri skilning á mikilvægi trúfesti við orðið. Það var ekki bara fögur kenning, heldur eitthvað sem þú gast byggt líf þitt á. Þar kynntist ég fyrst krafta- verkalækningum í einhverjum mæli og þar fékk ég að sjá hvernig Guð getur mætl efnislegum þörfum jafnt og andlegum. Að maður getur reynt krafta- verk daglega. Þegar ég fór til háskólanáms í London þá þurfti ég skiljanlega að finna mér samfélag þar og ég fór að sækja samkomur í lítilli baptistakirkju. Þá var náðargjafavakningin að byrja í hinum ýmsu kirkjudeildum og hún náði til þessa litla baptista- safnaðar. En við sem vildum eignast meira líf í Heilögum Anda, viðhafa tungutal og aðrar náðar- gjafir, vorum í minnihluta í söfnuðinum. Því var ekki um annað að ræða en að við færum og finnd- um okkur annað samfélag. Það reyndist ekki vera neitt í nágrenninu, sem við féllum inn í, svo við stofnuðum nýtt samfélag, sem er óháð kirkjudeild- um (interdenominational). Við vorum 14 í byrjun en erum nú 70—80. Samfélaginu okkar er stjórnað af þrem öldungum og ég er einn þeirra. Hvernig fer saman andleg þjónusta þín og veraldleg atvinna? Sem betur fer þá er vinnu minni þannig háttað að ég þarf ekki að taka hana með mér heim. Ég á fullkomið frí að loknum vinnudegi. Þessi vinna reynir ekki mikið á mig líkamlega svo hún hindrar mig ekki í því tilliti. Það er helst að vinnan sé mér fjötur um fót, vegna vaxandi ferðalaga. En líf mitt er allt í Drottni og það fær útrás í þjónustunni. Í hverju er þjónusta þín fólgin? Áhugi minn beinist einkum að Biblíukennslu, en eftirspurnin er oft meiri eftir því yfirnáttúrulega. Þess vegna reyni ég að vera sveigjanlegur eftir því hvað Drottinn er að gera á hverjum stað. Rétt eins og Páll skrifaði Tímóteusi, sem gegndi öldungsstarfi í Efesus, .. gjör verk trúboða, fullna þjónustu þína“. Sums staðar leggur Drottinn áherslu á út- breiðslustarf og lækningar. Annars staðar er þörf á kennslu. Það eru þarfirnar á hverjum stað, sem ákveða hvað maður er, fremur en að maður sé fyrirfram einskorðaður við ákveðið hlutverk. Nú hefur þú beðið fyrir mörgum sjúkum hér á landi. Ertu huglæknir? Nei! Fólk læknast ekki fyrir trú eða með trú, og ég er enginn læknir. Sá eini sem læknar í kristnum söfnuði er Drottinn. Hans er mátturinn. Það er fyrir náð hans og kærleika að lækningar gerast í lífi 9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.