Afturelding - 01.08.1979, Side 6

Afturelding - 01.08.1979, Side 6
Jóhann Pálsson: GUÐ GEFUR NÝH TÆKIFÆRI Það er bæði viturlegt og nauðsynlegt að hafa sjálfsrannsókn - sjálfsskoðun - af og til. Athugul manneskja lærir af mistökum sínum og víxlsporum. Leyndardómurinn að hamingjusömu lífi er í því fólginn, eins og Páll orðar það í Filipbr.: 3.14: „að gleyma þvi sem að baki er“ misheppnaða lífinu — sem hefur verið gert upp við Drottin. Stundum geta menn orðið svo hugsjúkir út af mistökum sínum, að sálarlífið tekur skaða af. Fjöldi fólks á við að stríða allskonar sálarflækjur og angist, vegna þess að þeir álíta og trúa að allt sé tapað, vegna mistaka og hrasana, sem þá hefur hent. Að trúa á Guð, þýðir meðal annars, að treysta því að Hann gefi af náð sinni ný tækifæri. Guð gefur nýja náð. Guð gefur nýjan kraft. Guð gefur nýja köllun, nýtt hlutverk, nýja möguleika. Guð opnar nýjar leiðir. Guð gefur ný tækifæri. Þegar ísraelsmenn komu fyrst til Kades — Barnea, eftir burtförina af Egyptalandi, fengu þeir sitt fyrsta tækifæri til að komast inn í fyrirheitna landið- Guð hafði gefið þeim lög sín og setningar- Þeir þekktu því vilja Guðs. ísraelsmenn höfðu tjaldbúðina, örk vitnisburðarins, þar sem Guð opinberaði sig meðal lýðsins. Þeir höfðu silfurlúðr- ana til að kalla lýðinn saman til sigurgöngu. En trúin sveik hjá þeim á hinu afgerandi augnabliki- Afleiðingin varð ömurleg. Um fjörutíu ára eyðt' merkurganga, svo að öll sú kynslóð, sem út fór fra Egyptalandi, leið undir lok, utan aðeins tveir menn- En Guð yfirgaf þá aldrei. Hann bar umhyggju fynr þeim. Daglega gaf Guð þeim fæðu, einnig sá Hann um að föt þeirra slitnuðu ei. Það var eitt af undrum Guðs. En svo kom hið nýja tækifæri frá Guði- Fólkið hervæddist að nýju og undir stjórn hins ný]a 6

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.