Afturelding - 01.08.1979, Blaðsíða 29
Dr. Peter Wagner, sem er formaður nefndar um alheimstrúboð,
sdgir að margir geri sér ekki grein fyrir þeim andlegu hræringum
sem fara um heiminn í dag. „Ég trúi að níundi áratugurinn verði
sá uppskerumesti, sem kristin kirkja hefur séð frá upphafi." Dr.
Wagner segir að rannsóknaniðurstöður sýni að 63.000 verði
kristnir daglega og að 1600 söfnuðir séu stofnaðir vikulega. Um
aldamót voru hvítir menn í meirihluta kristinna, en um næstu
aldamót í miklum minnihluta. Um síðustu aldamót voru aðeins
50.000 meðlimir í evangelískum söfnuðum í Suður-Ameriku. Nú
hafa þessir söfnuðir vaxið þrefalt hraðar en fólksfjölgunin.
Áætlað er að þar verði um 100 milljónir evangelísk kristnir um
næstu aldamót. Kristnilíf í Afríku er þó enn gróskumeira. Um
síðustu aldamót voru fjórar milljónir kristnar í þeirri álfu, en
áætlað er að um næstu aldamót verði 350 milljónir kristnar.
— KE 979
Hvítasunnusöfnuðurinn í Seoul, sem stofnaður var 1958 af
Yonngi Cho forstöðumanni, tók á móti 100.000 meðlimi sínum í
júlímánuði síðastliðnum. Takmark safnaðarins er að ná 130.000
tneðlimum fyrir árslok. Allir bænahópar safnaðarins eru virkir
við sálnaveiðar og um tvöþúsund safnaðarmeðlima eru að jafn-
aði á bæn. Verið er að stækka kirkju safnaðarins um rými fyrir
10.000 manns.
— KS 7679
Youth with a Mission (Ungt fólk með hlutverk), sem eru trú-
boðssamtök af amerískum uppruna, hafa nýlega fest kaup á
hafskipi, sem kostaði eina milljón Bandaríkjadala. Skipið er um
200 metra langt, 11.695 tonn, getur flutt 600 farþega og rúmar
170 manna áhöfn. Búið er að innrétta 2000 manna samkomusal i
skipinu.
— CAW 979
Siðustu mánuði hafa verið miklar ofsóknir gegn kristnum í
Tékkóslóvakíu. Kaþólskir leikmenn og prestar hafa verið fang-
Hsaðir, leiðtogar annarra safnaða hafa orðið fyrir margskonar
°næði. Stjórnin hefur nú hleypt af stokkunum mikilli áróðurs-
herferð fyrir guðleysi, haldin eru námskeið og lesefni dreift.
Sjötíu og sjö prósent íbúa landsins eru kaþólskir.
— CAW 979
ísraelsmenn hafa nú hafið byggingu nýs bænahúss í Jerúsalem.
betta mun verða fegursta bænahús Gyðinga í heiminum. Bygg-
"'gm mun rísa við hlið musteris Salómons og er byggð úr Jerú-
salemsteini, sem er hvít steintegund. Musteri Salómons og Serú-
babels voru byggð úr því sama efni. Þegar bænahúsið verður
fuHbyggt eftir tvö ár, mun það rúma um 2000 manns.
— SR 3379
200.000 eintök af „Lifandi Biblíunni'* (hliðstæð útgáfa við „Lif-
andi Orð“) verða notuð sem lestrarbók 12 ára barna í skólum
nálægt Rio de Janeiro. Brasilía leyfir notkun Biblíunnar við
kennslu, ólíkt flestum öðrum löndtim.
— EH 2079
400 milljónir manna í heimshluta okkar hafa aldrei átt Biblíu.
250.000 borgir og bæir, sumir með meira en 100.000 íbúa, eru án
boðbera fagnaðarerindisins. 95 af hverjum 100 Frökkum eiga
ekki Biblíu. Af 27 milljónum mótmælenda í Þýskalandi sækja
aðeins 5% kirkju reglulega. Af 7.5 milljónum íbúa Austurríkis
eru aðeins 800 hvítasunnumenn. Kristnum mönnum í Englandi
hefur stöðugt farið fækkandi allt frá 1908.
Dagen 15.9. 79
Norskur þjóðkirkjuprestur, Borre Knudsen, hefur nú látið af að
vinna embættisverk til að mótmæla löggjöf um fóstureyðingar.
Hann hefur afturkallað embættiseið sinn og neitar að þiggja laun
frá ríkinu. Hann segir að þannig hafi prestar og biskupar mót-
mælt stjórn Quislings á hernámstímanum. Biskupafundur, sem
fjallaði um mál B. Knudsens, segist sýna skilning á tilgangi
mótmælanna en ekki geta samþykkt aðferðina. Svo lengi sem
þjóðkirkja sé við líði, sé ekki hægt að skilja á milli „embættis-
verka“ og „kirkjulegrar þjónustu".
— SR 3079
Sameinaða Lútherska kirkjan í Þýskalandi, sem flestir lútherskir
söfnuðir þarlendir eiga aðild að, hefur svipt prest einn kjól og
kalli fyrir að fara með ranga kenningu. Dr. Paul Schulz í Ham-
borg, en sá er presturinn, lýsti því opinberlega að hann afneitaði
guðdómi Krists, friðþægingardauða hans og upprisu, Guði sem
skapara, lifi eftir dauðann, hugmyndinni um persónulegan Guð,
og að hann hefði afskrifað bænina sem „sálræna blekkingu“. Það
var söfnuður prestsins sem hvatti til embættissviptingarinnar.
— CA W.879
Fíladelfíuforlagið í Osló hefur nýverið gefið út nýja sálmabók
fyrir söfnuðina þar í landi. Þessi nýja sálmabók heitir „Evan-
gelitoner“ og kemur í stað „Maran Ata“ sem hefur verið notuð
um árabil.
Norski vakningarpredikarinn Aril Edvardsen hefur nú hafið
stórtækt útvarpstrúboð. Hann hefur sett upp í höfuðstöðvum
sínum hljóðver, þar sem útvarpsþættir eru útbúnir og síðan út-
varpað víða um heim.
Margir söfnuðir í Svíþjóð hafa nú komið sér upp útsvarpssendi-
stöðvum. Samkvæmt nýlegum útvarpslögum þar í landi er hægt
að fá leyfi til reksturs litilla staðbundinna útvarpsstöðva.
29