Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 10
manna. En menn meðtaka lækninguna í trú. Það er
ómögulegt að meðtaka nokkuð frá Drottni, nema
við trúum því að hann sé til og hann lætur þeim
umbunað er hans leita. Megin áherslan við lækn-
ingar er ekki á trú einstaklingsins, né heldur á þann
þjón sem Guð notar, heldur á náð Jesú Krists. Sér-
hver lækning, sem ekki er viðurkennd að vera unnin
af Jesú Kristi fyrir Heilagan Anda hans er ekki frá
Guði.
Nú vitum við að það læknast ekki allir sem beðið er
fyrir. Eru einhverjir afgerandi þættir, sem hafa áhrif í
þessu sambandi?
Aðalatriðið er, að þegar við biðjum, þá eigum við
að vænta svars. Sumir einbeita sér að bæninni án
þess að vænta nokkurs. Þeir vilja aðeins fá fyrirbæn.
En áður en við biðjum Guð einhvers þá eigum við
að trúa því að við fáum bænasvar. Margir efast um
að það sé Guðs vilji að þeir læknist. Og jafnvel þótt
þeir trúi að Guð vilji lækna, þá eru þeir ekki vissir
um hvenær það muni gerast. Stundum sættir fólk
sig við veikindi sín, án þess að sjá lausn hjá Drottni.
Ég trúi því að við megum vænta sífellt meiri árang-
urs af fyrirbænum í framtíðinni. Ef við lesum Post-
ulasöguna 5. kafla, þá sjáum við í 16. versi að þar
hlutu allir lækningu hjá postulunum. Ég trúi að
Drottinn sé hinn sami í dag og hann var þá. Hann er
að endurreisa söfnuð sinn til þeirrar myndar sem
hann var í byrjun. Það segir líka að þeir sem snertu
Jesúm læknuðust allir (Lúk. 6:19). Éólkið þurfti að
gera upp hug sinn og stíga trúarskref til að meðtaka
lækningu. Rétt eins og Jakob skrifar, að trúin er
dauð án verka. Trúin krefst athafnar. En við sjáum
sífellt fleiri „ólæknandi" tilfelli læknast og það er
mjög uppörvandi. Ég hefi líka tekið eftir því að hér
á íslandi er sífellt meiri eftirvænting í samkomun-
um eftir því að eitthvað gerist, að Drottinn lækni.
Þetta er fjórða heimsókn þín hingað til lands. Hvað
finnst þér um land og þjóð?
Ég er sannfærður um að ísland stendur frammi
fyrir stórkostlegri andlegri vakningu. Almennt talað
þá er fólkið mjög opið. Ef hægt er að færa sönnur á
hluti þá meðtekur fólkið, án óréttmætrar gagnrýni.
Mér finnst íslendingar fremur tortryggnir og þarf
töluvert til að vinna traust þeirra.
Hvernig nær kristinn maður þeim trúarlega þroska
að Guð geti notað hann í virkri þjónustu?
í fyrsta lagi þarf hann að gera sér grein fyrir stöðu
sinni samkvæmt Guðs Orði. Drottinn sér miklu
Framhald á bls. 31
Hvort hefur
á réttu að
standa?
Það sem margur maðurinn segir:
Ég er alveg hlutlaus, ekki frelsaður en ég er ekki
heldur vantrúaður.
Ég finn ekki til þess að ég sé sérstaklega syndugur.
Ég geri það bezta sem ég get, meira getur Guð ekki
krafizt.
Ég er svo störfum hlaðinn að ég anna því ekki að
hugsa um Guð.
Það finnast svo margir hræsnarar og vesalingar í
röðum hinna kristnu.
Ég er trúhneigður og hef áhuga fyrir trú. Hlýtur það
ekki að duga?
Ég hef í hug aða láta frelsast undir lokin, en ekki
sem stendur.
Það sem Biblían segir:
Sá sem ekki er með mér er á móti mér. (Matt. 12.30.)
Því að ekki er greinarmunur, því að allir hafa
syndgað og skortir Guðs dýrð. (Róm. 3.22.)
Og vér urðum allir sem óhreinn maður, allar dyggðir
vorar sem saurgað klæði. (Jes. 64.5.)
Jesús sagði: En eitt er nauðsýnlegt. (Lúk. 10.42.)
Fyrir því skal þá sérhver af oss lúka Guði reikning
fyrir sjálfan sig. (Róm. 14.12.)
Enginn getur séð guðsríki nema hann endurfæðist.
(Jóh. 3.3.)
í dag ef þér heyrið raust hans, þá forherðið ekki
hjörtu yðar. (Heb. 3.7.)
— Korsets Seier.
10