Afturelding - 01.08.1979, Blaðsíða 31
5. Trúa
„Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóhannes 3:16)
»Sá sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða,
en sá sem ekki trúir mun fyrirdæmdur verða.“
(Markús 16:16)
Taka við.
„Hann, — þ.e. Jesús, — kom til eignar sinnar og
hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum
þeim sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn; þeim sem trúa á nafn hans.“ (Jóhannes
1-11—12)
Hvers vegna ekki að taka einmitt nú eilífðar
ðkvörðun?
„Ég er sannfærður af Guðs orði, að ég er glataður
syndari. Ég trúi að Jesús Kristur hafi dáið fyrir
syndara og úthellt blóði sínu til að taka burt syndir
Ni'nar. Ég tek á móti honum nú, sem mínum per-
sonulega Drottni og Frelsara og vil með hans hjálp
Játa hann fyrir mönnum.“ G.L.
Drottinn bænheyröi... Framhald af bls. 5
í hinni eftirminnilegu gönguferð, og eignaðist hann
snemma bæði þessa og aðra dýrmæta reynslu í
trúarlífi sínu. — Fluttist hann nokkru síðar búferlum
hingað til lands; settist að í Reykjavík og starfaði
lengi hér í borg fyrir málefni Drottins. — Maður
þessi var hr. Eric heitinn Ericson, hinn velþekkti,
góðkunni trúboði, sem var einn aðalbrautryðjandi
Hvítasunnusafnaðarins hér í Reykjavík og for-
stöðumaður hans um margra ára skeið. — Liggur
hér í borg mikið og gott starf í þágu Guðs málefnis
eftir hr. Eric heitinn Ericson, og eigum við, sem
kynntumst honum, margar hugljúfar minningar um
hann i sambandi við starf hans í Fíladelfíu á
Hverfisgötu 44. þar sem hann meðal annars sagði
okkur sjálfur eitt sinn, á samkomu þar, frá þessum
lærdómsríka atburði í lífi sínu.
Blessuð sé minning þessa góða, hugljúfa trú-
bróður, í nafni Drottins Jesú Krists.
Ólafur Björgvin Ólafsson.
Erfiða orðið... Framhald af bls. 30
fyrirgefningar Guðs, en neita meðbróður um fyrir-
gefningu og herða sig gegn öllu slíku. Ég skelf hið
innra með mér. Því reynsla lífsins hefir sýnt mér að
þetta er niðurstaðan. Bitrir menn og beiskir, er þú
mætir, bera rót í sér, vegna skorts á fyrirgefningu.
Grundvöllurinn fyrir frásögninni, er vegna þess
að Jesús hafði verið spurður af Símoni Pétri, hversu
oft á ég að fyrirgefa bróður mínum?
Ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö.
Ernst Jakobsson
Eg er sannfærður... Framhald af bls. 10
stærri möguleika í okkur en við gerum okkur grein
fyrir. Jil þess að geta eygt þessa möguleika þurfum
við að trúa því að þeir séu fyrir hendi og eiga löngun
eftir þeim.
Guð vill nota okkur á yfirnáttúrulegan hátt eftir
að við höfum fyllst Heilögum Anda. Sú reynsla er
eins og hlið inn í hið yfirnáttúrulega starfssvið
Guðs. En við verðum að uppbyggjast í Orðinu, svo
við gerum okkur grein fyrir mikilleik köllunar okk-
ar. Hafandi sagt þetta, þá þarf maður að vera svo
viss um stöðu sína í Drottni, að maður láti ekki
neikvæða reynslu og jafnvel mistök í byrjun hindra
sig. Venjulega verður maður prófaður hvort maður
trúir því sem um er að ræða og þá hvort sú trú varir.
Hvort maður framgengur í trú eða skoðun! gé
31