Afturelding - 01.08.1979, Side 24
um og gerði sitt til þess að hjálpa þeim í aðstöðu
þeirra. Eitt er þó sláandi í afstöðu hans til sjúkdóma.
Hann segir að þeir séu stundum til staðar Guði til
dýrðar. Hér er því orðinn ákveðinn tilgangur með
sjúkdómum. Þetta er ofaukið mannlegum skilningi.
Þennan þráð sjáum við einnig í afstöðu Páls. Hann
sá ákveðinn tilgang með þjáningum þeim er hann
leið. Sá tilganour var að þjóna líkama Krists, þ.e.
söfnuðinum. Ekki það að þjáningar Krists væru
ekki fullkomnar fyrir áætlunarhlutverk hans, að
frelsa sér til handa eignarlýð kostgæfinn til góðra
verka, heldur var það greinilega í áætlun Guðs að
gefa í hendur þeim mönnum, er tóku trú á Krist,
það hlutverk að boða sáttargjörð Guðs mönnum til
handa; að vera erindrekar í Krists stað, eins og það
væri Guð er áminnti fyrir oss (2. Kor. 5,20). Þetta
hlutverk krefst sjálfsafneitunar og sameiningu við
píslir Krists.
Dauði Krists á því að endurtaka sig í manninum
og verður nú syndin er áður réð ríkjum afllaus fyrir
tilstuðlan krafts Heilags Anda. Dauðinn, afleiðing
syndarinnar, er þá einnig úr sögunni vegna sam-
einingar okkar við dauða Krists. Maðurinn sam-
einast ekki aðeins dauða Krists heldur og einnig
upprisu hans. Er það og von Páls að ná til uppris-
unnar frá dauðum. Upprisa Krists endurtekur sig í
manninum, upprisa til nýs, andlegs lífs. Nú er per-
sónan endurfædd, hún hefur hafið eilífa lífið sem er
ákveðin staða gagnvart Guði í nálægð Guðs.
í þessum pistli okkar höfum við skyggnzt örlítið
inn í hugarskot Páls postula. Við höfum eilítið
skoðað nokkrar af hugsjónum hans, er voru aflgjafi
í starfi hans, sem erindreki Krists. Lítum í eigin
barm. Hvað er þar að sjá? Höfum við svo háleitar
hugsjónir sem Páll? Erum við reiðubúin að gefa líf
og krafta fyrir slíkar hugsjónir? Það er mikið rétt að
sáð er í forgengilegu, en minnumst þess að það sem
upp rís er óforgengilegt; sáð er í vansæmd en það
sem upp rís er í vegsemd; sáð er í veikleika en það
sem upp rís er í styrkleika; sáð er í náttúrulegum
líkama en það sem upp rís er andlegur líkami (1.
Kor. 15,42n).
í vanmætti okkar skulum við gefa gaum að hug-
sjónum Páls, tileinkum okkur þær og verðum eftir-
breytendur hans, sem vegna trúar og stöðuglyndis
erfði fyrirheitin.
Clarence E. Glad
Clarence E. Glad, er sonur hjónanna Maríönnu og Daníels Glad
Irúboða. Clarence lauk B.A. prófi í guðfrœði við Continental Bible
College, Brussel, Belgíu, sl. vor. Hann stundar nú nám við guð-
frœðideild Háskóla tslands.
Magnea skrifar:
Hvernig get ég orðið meðlimur í Fíladelfíusöfn-
uðinum í Reykjavík?
Innganga í Fíladelfíusöfnuðinn í Reykjavík er {
eins og i aðra söfnuði Hvítasunnumanna hérlendis
og Norðurlöndum.
Fyrir trú á Guðs Orð og Jesúm Krist Guðs Son
frelsara þinn, þá eignastu, afturhvarf og fyrirgefn-
ingu synda þinna. Örugg merki þess eru: Friður við
Guð og Guðs Andi vitnar með þínum Anda um að
þú sért Guðs barn.
Þá er þér eðlilegt að koma á samkomur og hlusta
á Guðs Orð. Næsta skref þitt verður er þú tekur
ídýfingarskírn, eins og Jesús gerði, postular hans og
lærisveinar. Þá tekurðu skírn til Jesú Krists, í nafni
Föðurins, Sonarins og Hins Heilaga Anda. Skírn
þín þýðir greftrun hins gamla manns og upprisa til
nýs lífernis. Síðan viðheldur þú andlegu lífi þínu
með bæn, lestri Guðs Orðs og sækir samfélag þitt og
brotningu brauðsins. Það er algerlega undir þér
sjálfri komið, hvernig andlegt líf þitt þróast, hvort t
þú verður brennandi og virkur lærisveinn, eða
andlega líf þitt verður aðeins skar.
Þú spyrð ennfremur hve mikið það kosti að vera
meðlimur? Allt starf í Hvítasunnusöfnuðum, er
rekið af meðlimum safnaðanna. Það sýnir dreng-
skap og heilindi að taka þátt í slíku. Rétt eins og við
greiðum þeim skatt, er skattur ber og toll þeim er
tollur ber. Gjaldið keisaranum, það sem keisarans er
og Guði það sem Guðs er.
Til þess að hafa reglu á hlutunum og form að
binda sig við, þá boðar bæði Gamlatestamentið og
hið Nýja, tíund. Þetta form tíðkaðist löngu fyrir
lögmál. Reynslan hefir sýnt, að þessu fylgir blessun
sem Drottinn svarar fyrir. Blessun Drottins hún
auðgar og erfiði mannsins bœtir engu við hana. Þú
spyrð ennfremur hvort „safnaðargjaldið“ kosti
kristniboð eða reksturs líknarmála. Safnaðargjaldið
er hér tíundin. Hún rennur beint í safnaðarsjóð, er t
sér um trúboð og rekstur safnaðarstarfs. Önnur þörf
er vanalega afgreidd með fórnum og það sem örlát
hjörtu og fúsir gefendur láta í té.
Magnea: ég bið þér blessunar Drottins og full-
vissa þig um að hamingjuna finnurðu í að ganga
Guðs veg.
Ritstjórinn
24