Afturelding - 01.08.1979, Síða 16
Páll Lúthersson:
Kristniboðið í Afríku
Vegna þeirra sem eru spyrjandi um á hvers veg-
um ég starfi í Afríku, er mér ljúft að skilgreina það.
Undanfarin ár hefi ég starfað á vegum íslenskra
hvítasunnumanna, að skipulagningu kristniboðs á
þeirra vegum í Afríku. Hefur það gengið fyrir sig á
þann veg að við gerðumst styrktaraðilar að kristni-
boði Norðmanna í Swazilandi. í nokkur ár hefi ég
átt sæti í norsku kristniboðsstjórninni fyrir suðaust-
ur Afríku, og hefur samstarfið gengið með ágætum.
Aðalverkefnið hefur verið bygging biblíuskólans á
starfssvæði þeirra þar. Kaup á fasteign fyrir nýja
kristniboðsstöð að Golela í Suður-Swazilandi, tals-
verðar fjárhæðir til frjálsrar ráðstöfunar hjá
svæðisstjórninni, auk þess sem við höfum sent þeim
starfsmenn, þau Frímann Ásmundsson trésmið,
Önnu Höskuldsdóttur hjúkrunarkonu, og Jón
Hannesson rafvirkja. Tveir norskir kristniboðar
hafa einnig fengið launastyrk frá okkur. Frá árinu
1973 til ársloka 1977 höfðum við veitt til þessarar
starfsemi um $100.000.
Árið 1977 var samþykkt tillaga mín í norsku
kristniboðsstjórninni, að ég reyndi að efla bóka-
dreifingu á kristniboðssvæðunum í Austur- og
Suðaustur-Afríku. Norðmenn ætluðu að taka virk-
an þátt í þessu nauðsynjastarfi, en geta þeirra
reyndist engin þegar til kastanna kom. Vorið 1978
var samþykkt á leiðtogafundi á Akureyri að ts-
lendingar skyldu hefja sjálfstæða bókaútgáfu og
dreifingu í Afríku, jafnframt því sem við styrktum
vissa þætti í norska starfinu í Swazilandi. Síðan
hefur starfsemi þessi þróast í að verða einkastarf-
semi mín, með styrk frá hvítasunnumönnum og
öðrum velunnurum kristniboðs. Hef ég unnið að
þessum málum með ýmsum kirkjum í Suður—
Afríku, og fært starfið upp sem alkirkjulega sam-
vinnu. Stefni ég fyrst og fremst að útgáfu á bantu-
málum, en framleiði einnig bækur á afrikaans og
ensku. Hef ég aflað mér þýðinga á ferðum mínum í
Zaire, Swazilandi og Suður-Afríkulýðveldinu.
Prentun hefur farið fram í Japan, og komu fyrstu
bækurnar til Afríku í maí sl. Voru það tvær bækur á
swahili samt, 120 þús. eintök, fyrir Mið-Afríku, og
sömu bækur á Zulumáli í 40 þús. eintökum fyrir
Swaziland og Suður-Afríku, auk þessa var einnig
prentað í Japan 5 þús. eintök af barnabók á ensku
og endurútgáfa Passíusálmanna á ensku í 15 þús.
eintökum. Hluti af þeirri útgáfu fór til íslands og
Englands til dreifingar. Auk þessa voru keyptar
bækur, Biblíur og Nýjatestamenti, ásamt miklu af
sérprentuðum guðspjöllum í Englandi, sem kom til
Kenya og Swazilands í byrjun þessa árs, alls um 36
þús. eintök. Síðastliðinn vetur hefi ég dvalið aðal-
lega í Suður-Afríku, og aflað mér þýðinga á 35
bókum, sem munu flestar verða tilbúnar til pren-
tunar í haust. Er hér um að ræða sjö tungumál þ.e.
Afrikaans, Zulu, Tonga, Sotho, Pedi, Xhosa og
Setswana fyrir Botswana. Liggja fyrir pantanir í um
200 þús. eintök af þessum bókum til dreifingar-
fyrirtækja í Suður-Afríku, en þessi mál eru öll töluð
í álfunni suðlægri. Tvær bækur liggja fyrir þýddar á
swahili, en ekki er endanleg ákvörðun tekin um
útgáfutíma þeirra.
Með þessu er aðeins drepið á gang þessa máls, frá
því ég kom að því 1973. Hvað verða mun á næst-
unni er ekki vitað, en áhugi er fyrir að koma upp
fastri skipulagsmiðstöð í Afríku, en ákvörðun um
staðarval ekki tekin enn.
Náin samvinna er höfð við útgáfufyrirtækið
„New Life League" í Tokyo. Hvort bókaútgáfa
þessi rennur saman við það fyrirtæki, sem Afríku-
deild, er ekkert ákveðið um en ég væri hlynntur
þeirri ráðstöfun.
Þeir sem vilja styrkja þessa starfsemi, geta komið
framlögum sínum til kristniboðsgjaldkera hvíta-
sunnusafnaðanna merkt: Til Bókadreifingarinnar í
Afríku. I Reykjavík er það Einar Jónasson bygg-
ingam., Strýtuseli 16.
Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem hafa stutt
mig í þessu starfi, með fyrirbænum og á annan hátt.
Mætti Náð Drottins vera með ykkur öllum.
Páll Lúthersson
16