Afturelding - 01.08.1979, Síða 26
Jóhbnn Pálsson
fara eins og það fór fyrir unga manninum, sem texti
vor fjaliar um. Að maðurinn vill reyna að frelsa
sjálfan sig. Hann sagði: „Hvað á ég að gjöra, til þess
að ég erfi eilíft líf?“ Getur maður þá gert eitthvað til
þess að verða hólpinn? Jú, víst getur maður það.
Hjálpræðið, frelsunin í lífi einstaklingsins, er ein-
mitt ávöxtur af nokkurs konar samstarfi milli Guðs
og mannsins. í fyrsta lagi verður maður að vilja
upplifa frelsið. Þetta virðist einfait, en þegar að
ákvörðunarstundinni kemur, veitist það mörgum
erfitt. Það, að vilja frelsast, þýðir ekki það, að leita
eftir jákvæðum, trúarlegum tilfinningum, eða hafa
löngun eftir einhverju, sem maður ekki á. Að frels-
ast er viljaatriði. Að vilja þýðir að gjöra, fram-
kvæma. Að trúa þýðir að hlýða. Sjálft frelsisundrið,
endurfæðinguna, framkvæmir Guð einn. Það getur
enginn maður gjört. „Fyrir mönnum er það
ómögulegt, en allt er Guði mögulegt.“ Leyfðu
Drottni að frelsa þig. Gefðu Guði frjálsar hendur
með líf þitt. Það er skilyrðið fyrir heill og hamingju
og velferð sérhvers manns. Yfirgefðu allt og fylgdu
Jesú.
Jesús komst fljótt að því í samtali sínu við unga
manninn, að hann var auðmjúkur - Hann féll á kné
fyrir Jesú. - Jesús komst einnig að því, að hann var
heiðarlegur maður, sem allt frá æsku sinni hafði
lifað hreinu lífi, haldið flest boðorðin, hann var
mjög efnilegur og duglegur maður. Jesús bar kær-
leika til hans, þráði að hjálpa honum, gera hann
hamingjusaman, og leiða hann yfir þröskuldinn inn
í Guðsríkið. „Eins er þér vant,“ sagði Frelsarinn,
aðeins eitt. Hér bendir Meistarinn á ný, á hið
þrönga hlið. Hann gjörir hliðið svo þröngt, svo erf-
itt, að ungi maðurinn rís skelfdur á fætur og snýr sér
frá Jesú. Ef til vill hafði ríki unglingurinn gert sér í
hugarlund, að knébeyging hans hefði tilfinningaleg
áhrif á Jesúm, einnig hans virðulegu ávarpsorð,
„góði meistari“. Líka var það mögulegt að hann
hugsaði sér að gefa ríflega af eignum sínum til
starfsins. Ef til vill hafði ungi maðurinn vonað, að
allt þetta mundi gefa honum svolítil forréttindi í
augum Drottins. En orðin hljóma að nýju: „Eins er
þér vant.“ Þú ert fjötraður af eignum þínum -
peningum þínum. Gefðu þá frá þér. Þú getur ekki
dýrkað mammon, og á sama tíma fylgt mér. Gjörðu
gott með peningum þínum, gefðu allt hinum fá-
tæku, sem þarfnast hjálpar, sel allar eigur þínar. Þú
vilt eignast eilíft líf. Sýndu nú að þér sé það full
alvara. Kom síðan og fylg mér.
Jesús horfði kærleiksaugum á hinn unga mann,
en orð Hans verkuðu sem dómur og krafa á mann-
inn. Ungi maðurinn hafði ekki hugsað að málið
tæki þessa stefnu. Svo mikið gæti hann ekki lagt í
sölurnar, að fórna öllu til þess að fylgja Jesú og
eignast eilíft líf.
Hann tekur sína endanlegu ákvörðun, metur
sjálfan sig ekki verðan eilífs lífs, en snýr dapur og
hryggur í huga baki við Frelsaranum og heldur sinn
eigin veg. Hann, sem á hádegi ævi sinnar hafði
heyrt hróp sálar sinnar eftir Guði, hann sem hafði
leitað á fund Jesú og mætt kærleika Meistarans og
opinberað fyrir Honum þrá sína og löngun eftir
eilífa lífinu, en svo hrekkur hann til baka. Auðæfi
hans rísa sem himinhá fjöll og skilja sálu hans frá
hjálpræði Guðs. Gjaldið var of hátt, hann vogaði
ekki að taka sporið, að leyfa Guði að taka hönd um
líf sitt. Hann fór frá ljósinu, inn í myrkrið.
Jesús snýr sér til lærisveina sinna og segir: Hversu
torvelt er fyrir þá, sem treysta auðæfunum, að
ganga.inn í Guðsríkið.“ Jesús notar mjög sterka
mynd, til þess að sýna fram á hversu erfitt það er
fyrir hinn ríka að frelsast. Jesús segir: „Arrðveldara
er fyrir úlfalda að ganga í gegnum nálarauga en
fyrir ríkan mann að ganga inn í Guðsríkið." Læri-
sveinarnir urðu forviða, trúðu tæpast sínum eigin
eyrum og sögðu: „Hver getur þá orðið hólpinn?“
Jesús segir: „Fyrir mönnum er það ómögulegt, en
ekki fyrir Guði, því að allt er mögulegt fyrir Guði.“
Frelsunin er kraftaverk Drottins. Hann einn frelsar
frá synd. Biblían segir: „Náð Guðs hefir opinberast
sáluhjálpleg öllum mönnum, og kennir hún oss að
afneita óguðleik og veraldlegum girndum, og lifa
hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þess-
26