Afturelding - 01.08.1979, Side 7

Afturelding - 01.08.1979, Side 7
leiðtoga þeirra, Jósúa, héldu ísraelsmenn yfir Jórdan, inn í fyrirheitna landið — Kanansland. Jónas spámaður brást, þegar Guð gaf honum köllun og hlutverk, en Jónas fékk nýtt tækifæri, þótt hann væri bæði kvartandi og möglandi og óskaði sér dauða, en hinn miskunnsami Guð gaf honum annað tækifæri, og notaði spámanninn í sína þjón- ustu. Jeremía sat í húsi leirkerasmiðsins og nam sínar lexíur. „Mistækist kerið, sem leirkerasmiðujrinn var að búa til, þá bjó hann aftur til úr því annað ker, eins og honum leizt að'gjöra." Þannig fer Guð að. Hann gefur hinu misheppnaða mannslífi nýtt tæki- færi, til að byrja að nýju. Postulinn Pétur brást Jesú, þrátt fyrir stóru orðin, um að reynast honum trúr. Pétur reiddi sig á sinn eigin mátt, en sá máttur gagnaði lítið. Vor eigin styrkleiki dugar aldrei. Við það að mæta hinum Upprisna Drottni að nýju, lærði Pétur leyndardóm- >nn að hinu sigrandi lífi. Sigurkrafturinn er kær- leikurinn til Jesú. Kærleikurinn til Krists er undir- staðan. Pétur fékk annað tækifæri. í dag gefur Guð þér nýtt tækifæri, vinur minn. Láttu ekki mistök og hrasanir liðins tíma hefta þig ué niðurbrjóta. Treystu Jesú, elskaðu Jesum. Þá uiun þér veitast sá kraftur, sem þú þarfnast til þess að byrja að nýju - þína sigurgöngu. Notfærðu þér hið nýja tækifæri, sem Drottinn Guð býður þér, í Jesú nafni. j p Núið Nútíminn huað er hann? Andartakið, sem er, þegar þrœðir fortíðarinnar fléttast hinu ókomna og slitna í nœstu andrá. Andartakið, þegar framtíðin verður fortíð, og fortíðin verður uppistaðan og ívafið í vef hins ókomna. Andartakið, þegar ómur brostinna strengja verður grunntónn í hljómkviðu framtíðarinnar. Andartakið, þegar lífsmynstrið verður til, örlagastund andartaksins, sem rœður ákvörðun er hefur eilífðargildi. Jóhann Sigurðsson. 7

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.