Afturelding - 01.08.1979, Síða 25
Jóhann Pálsson
Hver
getur orbib
hólpmn
Og er lianrt var kominn út á veginn, kom maður hlaup-
ondi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: Góði meistari,
hvað á ég að gjöra, tilþess að ég erfi eilíft líf? En Jesús sagði
v'ð hann: Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður, nema
einn, það er Guð. Þú þekkir boðorðin: Þú skalt ekki stela; þú
skalt ekki bera Ijúgvitni; þú skalt ekki féfletta; heiðra föður
þinn og móður. En hann sagði við hann: Meistari, alls þessa
hefi ég gœtt frá œsku minni. En Jesús horfði á hann og fór að
Pykja vœnt um hann og sagði við hann: Eins er þér vant; far
þh og sel allar eigur þínar og gef fátœkum, og munt þú
fjársjóð eiga á himni; kom síðan og fylg mér. En hann varð
dapur i bragði við þau orð og fór burt hryggur, því að hann
átti miklar eignir.
Og Jesús leit í kring um sig og segir við lœrisveina stna:
Hversu torvelt mun verða fyrir þá, sem auðœfin hafa, að
ganga inn í guðsríkið? En lœrisveinarnir urðu forviða við orð
hans, en Jesús tók aftur til máls og segir við þá: Börn mín,
hversu lorvelt er fyrir þá, sem treysta auðœfunum að ganga
'nn í guðsríkið. Auðveldara er fyrir úlfalda að ganga í gegn-
u,n nálarauga, en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsríkið.
i-n þeir urðu öldungis forviða og sögðu við hann: Hver getur
þá orðið hólpinn?
Markúsarguðspjall 10:17—27.
Ef maður les með gaumgæfni boðskap Jesú og
útskýringu Hans á honum, kemst maður ekki hjá
Wí að verða gripinn undrun og aðdáun yfir, á hvern
hátt Hann boðar Guðsríkið og hjálpræði þess. Öll
boðun Hans einkenndist af hinni dýpstu alvöru.
Jesús leit sína jarðnesku tilvist sem alvarlegan
kapítula í lífi sínu. Jesús kom til þess að burttaka
syndir og brjóta niður verk hins vonda, segir í 1.
bréfi Jóhannesar 3. kap. Það þýddi stöðuga baráttu
og þjáningu. Jesús leit vandamál syndarinnar og
frelsun mannssálarinnar, svo alvarlegum augum, að
Hann ákvað að leysa það í eitt skipti fyrir öll. Þess
vegna brást Hann aldrei, en var hlýðinn og trúr allt
til dauða á krossi, til þess að endurleysa okkur
mannanna börn. Þessi djúpa alvara einkenndi
boðun Hans. Hann talaði aldrei um að lífið væri
ganga á rósum, en Hann talaði um baráttu, fórn og
einsemd. Jesús benti á þröngt hlið — og mjóan veg.
Hann talaði um kross og þjáningu. Hann sagði, að
það væri ekki aðeins erfitt að komast inn í Guðsríki,
heldur að það væri ómögulegt fyrir manninn í eigin
mætti, að ná þangað. En Hann bætti því jafnframt
við, „að fyrir Guði væru allir hlutir mögulegir.“
Einnig það að frelsa synduga menn.
Dýpst inni í veru mannsins, blundar þörfin eftir
Guði, þráin eftir hamingju og lausn. Biblían segir:
Guð hefur lagt eilifðina í brjóst mannsins; að Guð
hafi skapað manninn beinan, en að hann hafi leitað
margra bragða og leiti. En því fyrr sem maðurinn
vaknar upp og lærir að meta þörf sinnar eigin sálar
eftir Guði, já, því fyrr, því betra. En oft vill það þá
25