Afturelding - 01.08.1979, Side 19
predikunarstólinn og 80 kirkjubekki, setti hurðir í.
Þessi kirkja er 290 m2, þar með talið hús sem rúmar
skrifstofu, gestaherbergi, bílskúrog salerni. Kirkjan
rúmar 400-450 manns í sæti. Jón Hannesson lagði
rafmagnið í kirkjuna. Hann hefur verið til mikillar
hjálpar á öllum stöðvunum og er í miklu uppáhaldi
hjá öllu swasifólkinu. Þeir voru fljótir að komast
upp á lag með að færa Jóni biluð úr, segulbönd og
annað, sem þurfti lagfæringar við.
Kirkjan í Hlatikulu er vel sótt og fólk hefur
frelsast og tekið skírn. Þessi kirkja kostaði 4.8 mill-
jónir ísl., en sú minni 1.9 milljónir.
Ég kom fyrst til Afríku 13. maí 1974, réttum tveim
árum eftir að Guð vakti mig við jarðarför afa míns
13. maí 1972. Égþakka Guði hans náð að mega vera
í hendi hans hér. Ég hafði ekki svo mikið að byggja
á þegar ég fór út. Ég kunni ekki annað mál en
íslensku og ég átti ekki fjölskyldu. En ég átti und-
ursamlegan frið í hjarta mínu og fullvissu um að ég
væri í Guðs vilja. En allt hefur Guð gefið mér, góða
konu, tvo efnilega drengi og þar að auki vini, sem ég
get leitað til. Þar að auki mína blessuðu vini heima á
Fróni, sem biðja og fórna.
Swasiland, þetta litla land er u.þ.b. 1/6 af stærð
íslands. Það liggur á milli risanna Suður-Afríku og
Mosambique. Hér hefur Guðs orð hljómað í meira
en 70 ár.
Somhlolu swasikóngur sá í draumsýn tvo hvíta
ntenn koma til sín. Annar hélt á bók, en hinn á
peningi. Guð sagði við hann: Taktu við manninum
nieð bókina, það mun færa með sér blessun fyrir
landið þitt. Á staðnum, þar sem Meþódistarnir
komu inn í Swasiland, er stór kross mótaður í
fjallshlíð. Fær orð krossins að hljóma hér áfram?
Við fáum bara að vona og biðja að svo verði og að
Drottinn gefi vakningu fljótt. Swasiland og Suður—
Afríka hafa aldrei reynt það sem við getum kallað
gegnumgrípandi vakningu. Á síðasta ári voru
skírðir Biblíulegri skírn milli 80 og 100 manns á öllu
svæðinu. Aðsókn að Biblíuskólanum er mjög góð í
ár, fórnargeta vinanna í söfnuðunum fer einnig
vaxandi.
Ég spurði sjálfan mig: Er þörf fyrir kristniboðana
1 Swasilandi? Það er það, svo lengi sem stjórnvöld
eru velviljuð og fólkið er hjálparþurfi. En allt verður
að miða að því að landsmenn sjálfir taki yfir starfið
sem allra fyrst.
Guð blessi ykkur öll, sem styrkið starfið hér.
Kær kveðja,
Aud, Frímann Ásmundsson og drengirnir.
Aud og Frímann Ásmundsson.
Kirkjan í Otandweni.
Kirkjan í Hlatikulu.
19