Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 4
Alfred Berglund ásamt starfsstúlkum Biblíufélagsins í Bangkok.
Lífssaga mín í fáum dráttum.
Staðurinn þar sem ég var borinn í þennan heim
nefnist Ammarnas í nágrenni við Norðurpólinn i
fjalllendi Lapplands. Á heimaslóðum mínum
stendur veturinn í sjö mánuði. Nokkrar vikur á
þessu tímabili sér ei til sólar og hún lyftir sér ekki
upp fyrir sjóndeildarhringinn. Hinn tandurhreini
snjór sem liggur yfir láði og legi og glóandi norður-
Ijós er það eina sem lýsir hina dimmu nótt við
norðurpól. Það ríkir mikill fögnuður á meðal vor,
þegar sólin, sem allir hafa þráð, rís aftur við sjón-
deildarhringinn, dagur lýsir í lofti og miðnætursólin
tekur við, enda er þá bjart um nætur sem um miðjan
dag um þriggja mánaða skeið.
Óskar, faðir minn, var mikill guðstrúarmaður, en
hann hafði orðið fyrir kali á fótum, sem gerði hon-
um afar erfitt fyrir um öll störf við búgarð okkar,
sem nefndist Blómuhúsið (Blómahúsið).
Charlotta, móðir mín, var sérlega vinnusöm
kona. Hún gekk til allra verka bæði úti og inni og
var raunar húsbóndi og húsmóðir á heimilinu í
senn.
Þegar faðir minn lést var það mikið áfall fyrir
fjölskylduna. Að lokum bilaði heilsa móður minn-
ar. Hún hafði ofreynt sig á vinnu.
Veturinn sem í hönd fór var með eindæmum
kaldur. Það var jafn kalt úti og innan dyra. Allt vatn
innanhúss fraus og það var frost og héla á gólfi
hýbýla okkar. Þannig var barátta okkar við kuld-
Somir
mibivætur-
sólariiuvar
ann. En með Guðs hjálp var hungrinu bægt frá. Við
höfðum eitthvað til að leggja okkur til munns hvern
dag.
Ég var mjög hugsandi og námfús unglingur og
hafði sérstakan áhuga á erlendum málum. Þess
vegna var ég í æsku nefndur „hinn greindi dreng'
ur“. Þegar ég hafði lokið barnaskólanámi var mér
ógjörlegt, fátæktar vegna, að stunda frekara nám-
Ég var neyddur til að vera heima, til að gegna
störfum þar og hjálpa móður minni. En aflaði mér
aukatekna með veiðiskap og skógarhöggi. Fyrir
aflaféð gat ég keypt mér orðabækur og handbækur,
sem gerðu mér mögulegt að komast niður í erlend-
um málum. En þar sem um sjálfsnám var að ræða
lauk ég ekki prófi og hef þar af leiðandi engan
lærdómstitil af að státa.
Eins og faðir minn og afi, er ég trúaður maður. Ég
á í fórum mínum mikið safn af biblíum á nærri sjö
hundruð tungumálum. Mér er í brjóst borin löngun
til aðferðast og m.a. hef ég heimsótt landið helga,
ísrael og hefi ég verið þar fjórum sinnum, jafnframt
sem ég hefi ferðast um lönd utan og innan Evrópu-
Ég hefi ritað greinar á ýmsum málum um siði og
lifnaðarhætti minnihlutahópa, sérstaklega þó um
lífsstíl Lappa. Eins og ég hef áður tekið fram um
dálæti mitt á ísrael, hefur það leitt til þess að ég
heiðursfélagi í samtökum, sem styðja ísrael með
fyrirbænum og á ýmsan veraldlegan hátt.
Það er von mín að ég eigi þess kost að heimsækja
ísrael öðru sinni, en það eru einnig möguleikar á að
næsta ár gisti ég Jerúsalemsborg.
Með friðarkveðju,
Alfreð Berglund
4