Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 14

Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 14
Garöar Ragnarsson og Glenn B. Hunt. trúboði á Selfossi. Hallgrímur nam Biblíufræði í Englandi og var þar á svipuðum tíma og Garðar Loftsson listmálari frá Dalvík. Einnig var um tíma ytra Hólmfríður Hanna Magnúsdóttir hjúkrunar- kona, sem nú er gift Hallgrími. Allt þetta fólk hefir unnið ákaflega óeigingjarnt starf í hreyfingunni og ekki spurt um laun að kvöldi. Heldur hvað get ég gert fyrir Drottin. Ekki er hægt að ljúka við þessa sögu, án þess að getið sé áberandi þáttar í sögu hreyfingarinnar, en það er söngurinn. Það var lán og Guðs tillegg, að við vöggu hreyfingarinnar í Betel, Vestmannaeyjum, bjó Sigurbjörn heitinn Sveinsson fyrrverandi for- ingi í Hjálpræðishernum og kennari. Sigurbjörn var óspar á að þýða og yrkja fyrir söfnuðinn, enda var hugur hans og trú mjög samstæð. Bræðurnir Wahls í Stokkhólmi gáfu fyrsta orgelið til Betel í Eyjum. Þar sem safnast var saman í tveim sölum, þá vantaði orgel í þann minni. Guðrún Magnúsdóttir í Fagra- dal gaf það. Fyrsti orgelleikarinn var Herbert Lars- son og kenndi hann Guðna Ingvarssyni, sem var mjög músíkalskur og sýndi það til enda, með arfs- hlut til pípuorgelsins í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík. Kristín J. Þorsteinsdóttir tók við af Guðna heitnum og síðar Sigurmundur Einarsson. Guðný heitin Sigurmundsdóttir var orgelleikari í Betel um árabil og nutu fjölbreyttar tónlistargáfur hennar sín mjög vel í öllu starfi safnaðarins. í Reykjavík var Guðmunda Bergmann um mörg ár í fararbroddi ásamt fleirum. Eins og áður getur þá gerði Erik Martinsson gott verk í söngmálum hreyfingarinnar. Enda sjálfur tónviss og lék á mörg hljóðfæri. Síðar gefast þrír ungir menn, allir Milda og Stgmund Jacobsen. menntaðir sem söngkennarar. Hefir vandinn síðan hvílt á þeim og þá sérlega Árna Arinbjarnarsyni- Óþarft er að fjölyrða um hann, svo þekktur sem hann er á þessu sviði. Árni var og er mikil gjöf Drottins til starfsins. Við hlið Árna hefir Daníel Jónasson söngkennari staðið. Jafnframt góðri menntun og lipurð á sviði tónlistar, sem Daníel hefir mjög oft glatt aðra með og lagt sig fram í mótum og samkomum, þá er Daníel athyglisverður boðberi og prédikari fagnaðarerindisins. Sem heimilisfaðir og með fullu starfi brauðstritsins, þá hefir það af skiljanlegum ástæðum ekki notið sín sem skyldi. Daníel var forstöðumaður í Betel árin 1970—1971 að hann fór til Frakklands til náms. Þriðji tónlistarmaðurinn er Glúmur Gylfason söngkennari á Selfossi. Um mörg ár var hann mjög virkur í sönglífi Fíladelfíu. Við flutning austur fyrir fjall, þá hefir hann lagt krafta sína fram og þá einkanlega í Selfosskirkju og Skálholti. Vissulega er söknuður hjá okkur trúsystkinum hans, hve lítinn tíma hann hefir aflögu vegna anna. Eitthvað vegur á möti að málum skuli svo skipað í hreyfingunni, að hún er aflögufær á þessu sviði og gleður þá hjörtu lútherskra vina okkar, bæði á Selfossi og í Skálholti- Að endingu þetta: Mestu náttúruhamfarir > byggð á íslandi, mun gosið í Heimaey talið vera. Betelhúsið, kom tiltölulega lítið skemmt út úr 14

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.