Afturelding - 01.08.1979, Síða 15

Afturelding - 01.08.1979, Síða 15
hamförunum. Betel stóð kyrrt, en söfnuðurinn tvístraðist víða um Suðurland. Eftir gos þá hófst nijög fljótlega starf í Betel, undir forystu Óskars M. Gíslasonar og Snorra Óskarssonar kennara. Söfn- uðurinn kom heim að stórum hluta. Drottinn hefir staðið með sínu verki í Eyjum, svo það hefir ekki í annan tíma í sögu safnaðarins verið jafnari eða meiri framgangur. Horfir því blómlega til í Eyjum með Hvítasunnustarfið. Vegurinn er lagður, brautin er skír. Kenningar Hvítasunnumanna hljómuðu fyrst í Betel á þessu landi. Eftir að brautryðjendurnir hurfu á braut, var merkinu haldið uppi af Óskari M. Gíslasyni, Halldóri Magnússyni frá Grundar- brekku og Haraldi Guðjónssyni frá Skaftafelli og fylgdi söfnuðurinn þeim eftir í órofa fylkingu. Því er fagnað sigri í dag og mun áfram verða um allt land, ef einstaklingar, meðlimir og leiðarar gæta þess að standa í Postulasögunni 2.42. Látinn er í Svíþjóð Martin Matthiesen trúboði frá Noregi. Var það í ágúst sl. Því er þess getið hér að 1936 komu þau hjón Alfhild og Martin til Vestmannaeyja og störfuðu þar um misseris skeið. Síðan fluttu þau til Siglu- fjarðar og störfuðu þar svipaðan tíma. Þau hjón töldu sig hafa köllun til starfa hérlendis °g lögðu sig vel fram þann tíma er þau dvöldu hér. Alfhild hafði mjög fagra söngrödd og dýrkaði Órottin sinn með þeirri vöggugjöf. Matthiesen hafði starfað mikið í Noregi, áður en hingað kom. Eftir að þau hjón fluttu héðan fóru þau til Svíþjóðar og störfuðu þar til yfir lauk. Martin sýndi hlýleika til íslands og íslendinga. Hitt sinn er 12 vinir frá íslandi dvöldu um haust í Svíþjóð á Biblíuskóla í Stokkhólmi, þá lét Matthie- sen söfnuð sinn létta undir dvölinni, með fórnargjöf til og vegna íslendinganna. Blöð Hvítasunnumanna á Norðurlöndum hafa 8etið þeirra hjóna og Filips sonar þeirra, nú við andlát Matthiesens. Blessuð veri minning hans. Skrifað í september 1979 Einar J. Gíslason Muníö ab tilkynna búsetuskipti Alturcldiivg sími 91>20735 Mín hönd ogþín Dóttir mín þarf að hafa gleraugu vegna þess að hún er fjarsýn. Hún sér illa gleraugnalaus. Eins sáu hin andlegu augu okkar illa áður en við frelsuð- umst. Þegar við erum endurfædd sjáum við allt í öðru ljósi. Jafnvel laufin á trjánum virðast öðruvísi. Sköpun Guðs og ákvæði Hans verða þá raunveru- leg fyrir okkur. Þá fáum við löngun til þess að segja heiminum frá því hvað Guð er góður. Þegar við höfum frelsast sér Guð okkur frelsuð fyrir blóð Sonar Síns, en ekki dauð í okkar eigin syndum. Það er ekki sama hvernig við notum augu okkar eftir að við höfum frelsast. Það munu margir reyna að stoppa okkur í að horfa á Jesúm sem Frelsara okkar. Við þurfum að ákveða sjálf á hvað við horf- um, því að það sem við horfum á verður eins og hluti af sjálfum okkur. Þess vegna er það mjög áríðandi að verja augu okkar frá því að horfa á eitthvað sém veldur okkur skaða. Augað er lampi líkamans; ef því auga þitt er heilt, þá mun allur líkami þinn vera í birtu; en sé auga þitt sjúkt, þá mun allur líkami þinn vera í myrkri; ef því ljósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið. (Matt. 6:22,23.) Bezta aðferðin fyrir okkur til þess að þjóna Drottni er að fylgja Honum af öllu hjarta og þá getum við sagt eins og sálmaskáldið: A ugu mín mœna œtíð til Drottins, því að Hann greiðir fót minn úr snörunni. (Sálm. 25:25) Við erum frjáls þegar við gerum Guðs vilja. Ég vil kenna þér og frœða þig um veg þann, er þú átt að ganga: eg vil kenna þér ráð, hafa augun á þér. (Sálm. 32:8) Rosmary A uderson. — Þýtt H. K. 15

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.