Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 22
eftir Clarence Clad
Hugsjómr
Sú er raunin í lífi okkar flestra að illmögulegt er
að samrýma hinn innri raunveruleika hugsanaferils
okkar við hinn ytri raunveruleika framkvæmdanna.
Hugsjónir eru eitt, framkvæmdir eru annað. Hug-
sjónir eru þó hluti af hugsanaferli okkar, meðvit-
uðum sem og ómeðvituðum, og hafa því áhrif á
stefnu lífs okkar. Það er því vert umhugsunar, að
mannleg vera getur að nokkru marki ráðið stefnu
lífs síns með mótun hugsjóna sinna.
Lítum í þessum pistli á nokkur atriði úr lífi Páls
postula sem og nokkrar hugsjónir hans. Biblían
hvetur okkur jú að vera eftirbreytendur þeirra, sem
vegna trúar og stöðuglyndis erfa fyrirheitin (Heb.
6,12.)
Líf Páls postula var mjög svo viðburðaríkt. Hann
var framkvæmdamaður mikill, bæði fyrir sem og
eftir afturhvarf sitt til kristinnar trúar. Sem fæddur
leiðtogi mun hann eflaust hafa troðið mörgum um
tær á göngunni. Það var þó vegna þessarar lyndis-
einkunnar Páls, sem og hins gífurlega viljastyrks, að
hann varð kristninni til framgangs. Páll upphóf þó
ekki sína eigin verðleika, heldur sá hann sjálfan sig
sem þræl Krists. Það var því ekki hann sjálfur sem
kom einhverju til leiðar heldur Kristur í honum.
Er við lítum á starf Páls fyllumst við aðdáun, því
við gerum okkur grein fyrir því að starf hans var
ofvaxið mannlegum krafti. Við undrumst því-meir
þar sem við vitum að Páll gekk ekki heill til skógar.
Hann segir frá því að það hafi verið vegna sjúkdóms
síns að hann fyrst boðaði Galatamönnum fagn-
aðarerindið um Krist (Gal. 4,13). Vegna orðatil-
tækisins í Gal. 4,15 má vera að sjúkdómur sá, er
hrjáði Pál, hafi verið einhveraugnsjúkdómur. Þessu
getum við þó eigi slegið föstu. Við getum þó verið
viss um það að sjúkdómurinn hrjáði hann mikið.
Orðatiltækið „fleinn í holdið“ (2. Kor. 12,7) virðist
gefa það til kynna. Þar greinir frá að Páll hafi beðið
Guð um að taka þennan „flein“ úr holdi sér en hafi
fengið það svar að náð Guðs nægði honum. í lík-
amlegum raunum sínum uppgötvaði postulinn hið
andlega lögmál að mátturinn fullkomnast í veik-
leika.
Margt annað gekk á í lífi Páls. Nægir þar að
benda á upptalningu hans í 2. Kor. 11,22 er stað-
færir hinar ýmsu raunir er á hann voru lagðar vegna
stöðu hans sem postula heiðingjanna. Hann spyr að
lokum: „Hver er sjúkur, að ég sé ekki sjúkur?“ (2.
Kor. 11,29a). Hið fagra stef Páls gefur fullnægjandi
svar: „Ef ég á að hrósa mér, vil ég hrósa mér af
veikleika mínum. “ (2. Kor. 11,30).
Vel má vera að þessar líkamlegu raunir hafi sett
merki sitt á ytri mann Páls. Hinar elstu lýsingar og
munnmæli er við höfum um Pál, lýsa honum sem
lágum vexti, sambrýndum, með nokkuð stórt nef,
sköllóttum, með bogna fætur og kraftalegum.
Sumir í söfnuðum Páls, er áttu í deilum við hann,
leyfðu sér að taka þau orð sér í munn að líkamleg
návist Páls væri veik og á ræðu hans tæki enginn
mark. (2. Kor. 10,10.) Páll var þó ekki á sömu
skoðun. Vildi hann meina að eins og hann væri í
orðinu, í bréfunum, - fjarlægur, — þannig væri
hann einnig í verkinu er hann var nálægur. (2. Kor.
10,11.)
Ósamkomulag þessara manna við Pál virðist gefa
til kynna að framkoma Páls var stundum misskilin.
Hans ytri maður var máski fráhrindandi og ekki
fyrir allá að kanna hin djúpu hafsvæði huga hans.
En Páll átti sína hugsjón og sina köllun. Hann var
sannfærður um hlutverk sitt, sem boðberi fagn-
aðarerindisins um Krist krossfestan og upprisinn
mannkyninu til handa. Þessari köllun sinni var
hann trúr og var hún því túlkuð í framkvæmd.
En hver var svo kjarni trúarlífs Páls og hugsjóna?
í mörgum ritum sínum gefur Páll til kynna hugar-
heim sinn. Eitt rita hans lýsir þó vel hugsunarferli
Páls og hugsjónum. Þetta rit er Filippíbréfið, sem
skráð var í fangelsinu í Róm, þar sem Páll sat síð-
ustu ár ævi sinnar. Lítum á versin 7-16 í þriðja
22