Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 27
um.“ Biblían segir einnig: „að það sé vilji Guðs að
allir menn verði hólpnir“. Ritningin segir ennfrem-
ur, að Kristur hafi dáið fyrir alla og að Hann sé
höfundur eilífs hjálpræðis, þeim sem Honum hlýða.
Skilyrðið fyrir persónulegri frelsisreynslu er, að
maður framkvæmi samkvæmt trú sinni, (á Guðs
orð). Takið vel eftir: Náð Guðs kennir oss að
afneita syndinni og öllu hinu illa. Frelsunin liggur í
þeirri framkvæmd trúarinnar, að afneita syndinni,
yfirgefa og láta af henni og hlýða Jesú Kristi, Hon-
um, sem er friðþæging fyrir syndir vorar. Það er
ekki nóg að hafa fræðilega þekkingu um eilífa lífið,
það er ekki nóg að hafa löngun eða aðgerðarlausa
trú. Verðum að setja trúna í framkvæmd. „Því að ef
þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir
með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið Hann frá
dauðum, muntu hólpinn verða.“ Það gagnar ekki
að vera heimullegur lærisveinn. Svo lengi sem þeir
Nikódemus og Jósep frá Arímaþeu voru heimul-
legir lærisveinar komu þeir til Jesú að næturlagi,
vegna ótta við Gyðingana. En eftir að þeir höfðu
verið vitni að dauða Krists á Golgata, voru þeir ekki
lengur heimullegir fylgjendur. Jesús var orðinn
þeirra Messías og endurlausnari. Þeir komu fram í
dagsljósið og viðurkenndu trú sína á Krist.
Við verðum að velja. Eitt er nauðsynlegt. Þegar
allt kemur til alls, er það raunverulega aðeins eitt,
sem okkur vantar. Lífið í Jesú Kristi.
Hversu mikils metur þú sálu þína? Vlltu selja
hana fyrir gæði þessa heims, auðæfi, háar-stöður,
óleyfileg sambönd, skammvinnan syndaunað,
skemmtanalíf og svall? „Því að hvað mun það stoða
manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrir-
gjöri sálu sinni?“ Seg því, ég sel ekki sálu mína, ég
ve/ Krist. Þá öðlast þú frið, jafnvægi og sanna ham-
'ngju, og eilíft líf að lokum.
Jóhann Pálsson.
Eftirmáli
Er ég leit þig
fyrst,
fjarrænum augum,
fjötraður
eigin einhyggju,
sáégþig
sem í þoku,
aðeins útlínur,
skurnið
um kjarnann,
hjúpinn
sem barstu
ystan klæða.
Kom ég nœr,
kom án fjötra,
eygði ég þá
augna þinna
bæn um hjálp,
ástúð, samhyggju.
Sú djúpstœða þrá
hjarta þíns,
flöktandi blik
deyjandi Ijóss.
Snart þetta mig
magnvana,
ráðþrota?
Eða var það
kannski mitt
að tendra Ijós
þíns lífs á ný.
Jóhann Sigurðsson.
27