Afturelding - 01.08.1979, Side 30

Afturelding - 01.08.1979, Side 30
Erfiða orðið Raunverulega er þetta erfiða orð „fyrirgefðu“ lykilorð í mörgum tilfellum. í fjölskyldunni, milli maka, foreldra og barna. Á vinnustað; í söfnuði Guðs barna; milli granna. Þó er orðið fyrirgefðu notað alltof sjaldan. Fyrirgefðu er orð, sem aldrei var sagt. — Ef til vill! Að fyrirgefa er að sleppa frá sér. Það þýðir ekki að sýna veikleika. Maður gefur eftir, með því að biðja um fyrirgefningu. Að vera sáttfús og geta af hjarta fyrirgefið, sýnir manndóm, hugmóð og sálarstyrkleika. Ærlega og í hreinskilni, biðja um fyrirgefningu, þegar manni hefir orðið á. í dæmisögunni um miskunnarlausa þjóninn, hefir Jesús á meistaralegan hátt sýnt þýðingu sáttfýsinn- ar. Okkur mætir maður, er fær hina stóru skuld sína eftirgefna, af húsbónda sínum. Eftir þá reynslu grípur hann um háls vinnufélaga síns, er skuldaði honum smáræði. — Borga það er þú skuldar. — Sýndu mér þolinmæði og ég mun borga þér allt. Hér var engin miskunn, en dyr fangelsisins opnuðust fyrir vinnufélaganum. Húsbóndi þeirra vinnufélaganna fréttir um mis- kunnarleysið og sendir eftir þeim er harðúðina sýndi. — Gaf ég þér ekki upp skuldina stóru, vegna þess að þú baðst mig? Bar þér þá ekki að sýna félaga þínum miskunn, eins og ég sýndi þér? Þá hafnaði hinn miskunnarlausi í fangelsi, sem varaði til lífstíðar. Niðurstöðuorð Jesú voru þau að þannig mundi Hans himneski Faðir breyta við okkur, ef við sýndum ekki miskunn! Guðs börn hafa fengið allar syndir sínar fyrir- gefnar. En fyrirgefa öll Guðs börn þeim er þurfa á fyrirgefningu að halda, vegna breytni sinnar eða orða? Sá sem er sáttfús og fyrirgefur af hjarta allt er sæll. Það er í hæsta máta hræðileg hugsun að játa syndir sínar fyrirgefnar við kross Jesú Krists, en bera kala og beiskju til meðbróður síns. Þegar ég skrifa þetta þá kemur það svo ljóst fyrir mig, hvað er synd móti Heilögum Anda. Það er að hafa smakkað kærleika Guðs og náð í sætleika Framhald á bls. 31 Sex Biblíuleg skref til frelsis Menn hrópa sífellt: „Hvað á ég að gera til að öðlast frelsi?“ Biblían gefur skýr svör. 1. Að viðurkenna. „Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Róm. 3:23) „Guð vertu mér syndugum líknsam- ur.“ (Lúkas 18:13.) 2. Iðrun. „Ef þér gjörið ekki iðrun munuð þér allir fyrir- farast.“ (Lúkas 13:3) „Gjörið því iðrun og snúið yður til að syndir yðar verði afmáðar.“ (Po»*ula- sagan 3:19.) 3. Játning. „En ef vér játum syndir vorar, þá er hann — þ e- Jesús — trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ (I- Jóhannesarbréf 1:9) „Ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.“ (Rómverjabréfið 10:9) 4. Láta af. „Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum; til Guðs vors, því hann fyrirgefur ríkulega.“ (Jesaja 55:7) 30

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.