Afturelding - 01.01.1986, Síða 16

Afturelding - 01.01.1986, Síða 16
Að játa Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans. Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglcetisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaðafrá dauðum og limi yðar Guði sem réttlœtisvopn. Synd skal ekki drottna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli, heldur undið náð. Róm. 6:12-14 Ég fór í kirkju. Fólkið sat á stangli hér og þar. Eftir svolítinn söng og ritningar- orð vorum við fengin til að „játa syndir vorar". Ég átti að flytja ræðu, standa frammi fyrir öllum og prédika Guðs orð. Hvaða syndir átti ég að játa, hvað hafði ég gert? Meðan ég hlustaði á eintóna játningu safnaðarins, þegar allir viðurkenndu að hafa syndgað margvíslega í hugsun og orði, fannst mér undarlegt hve fáum létti við þessa athöfn. Til hvers eru menn að játa syndir upp á sig ef engin breyting á sér stað á manninum. Sami vaninn, sama hegðun tekur við eftir syndajátn- inguna. Ertu sátt(ur) við að sömu mistök auðkenni lífþitt? Að játa syndir á sér langa sögu. Daníel spámaður gekk fram fyrir Guð í bæn og játaði syndirsínar og lýðsins(l). í upp- hafi Nýja testamentisins er sagt frá þjónustu Jóhannesar skírara (niðurdýfara, kaffærara) og fólk- inu sem tók niðurdýfingarskírn og játaði syndir sínar(2). Þriðja dæmið vil ég tilgreina frá Jakobi, bróður Jesú Krists. Hann hvetur menn til að játa syndir sínar og biðja hver fyrir öðrum, ,,til þess að þér verðið heilbrigðir“(2>). Jakob bendir á að heilbrigðið skuli koma í kjölfar syndajátn- ingarinnar. Mér var það svo ljóst í kirkj- unni, þegar allir játuðu, að mig langaði að sjá heilbrigði Guðs fæðast hjá okkur, svo trúin á Jes- syndir úm fengi breytt háttalagi fólks- ins. Biblían hefur svo mörg ákveðin og stefnuverkandi orð að við komumst ekki hjá því að finna fyrir að Guð ætlast til að við breytumst, þegar við hlýðum boðum hans. Þú veist að himinn og jörð voru sköpuð með orði, efnið varð að hlýða og við hljót- um einnig að breytast við orð Guðs. Hvað er aðjáta? Frummál Nýja testamentisins notar orðið „exomologeo11, sem merkir að gangast við eða játa af fúsum og frjálsum vilja. Til að játa syndir þínar þarft þú að vera því sammála, gangast við að synd sé í Iífi þínu. Fyrsta skrefið til að nálgast Guð er að viður- kenna óhreinindin í huga og hjarta. Við getum ekki nálgast Guð, nema eftir leið hans. Því- líkur léttir að Guð hefur gefið okkur Jesúm Krist, til að blóð hans hreinsi oss af allri synd(4). Viljir þú játa syndir þínar ætla ég að gefa þér ráð. Vertu í ein- rúmi og talaðu við Guð, teldu upp syndir þínar og biddu um fyrirgefningu á þeim. sínar Ræningjarnir á krossunum töluðu við Frelsarann á sinn hvorn háttinn. Annarsýndi enga iðrun og játaði ekki syndirsínar, þess vegna lokaði hann á fyrir- gefninguna frá Guði. Hinn játaði syndir sínar og bað um líkn. Sá fékk að mæta með Kristi í Para- dís. Fyrirgefningin kemur um leið og við opnum Guði veg í hjarta og vitund okkar. Hvað um heilbrigðið? Alls konar andleg og líkamleg vanlíðan hverfur, þegarGuð nær að snerta okkur. Við höfum hundruð vitnisburða frá fólki úr öllum stéttum, sem hefur fengið að reyna lækningarkraft fyrir- gefningarinnar. Þegar Jesús fær

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.