Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 26
QANGUK TUNGLS OG SÓLAR A ÍSLANUl.
f þriðja dálki livers mánaðar, sem liefir yíirskriflina »T í h« (tungl
í hásuöri), og í töblunni á blaðsíöu (17) er sýnt, hvað klukkan er
eftir íslenzkum meðaltíma, þegar tunglið og sólin eru i hásuðri
í Reykjavík. En vilji menn vita, hvað klukkan sé eítir íslenzkum
meðaltíma, þegar tunglið eða sólin eru í hásuðri á öðrum stöðum
á íslandi, þá verða menn að gera svo nefnda »lengdarleiðréttingu«
á Reykjavikurtölunni. Verður hún — 4 minútur fyrir hvert lengdar-
stig, sem staðurinn liggur austar en Reykjavík, og -f 4 mín. fyrir
livert lengdarstig, sem staðurinn liggur vestar en Reykjavík. T. d. er
Raufarliöfn um sex lengdarstigum austar en Reykjavik; lengdar-
leiðréttingin þar er þá — 24 mín. og 5. júlí er sól í liásuðri frá
Raufarliöfn þess vegna kl. 12 08. (12 32 — 0 24 = 12 08). Flatey á Breiða-
firði liggur einu lengdarstigi vestar en Reykjavik og lengdarleið-
réttingin er þar 4 mín. 1. febrúar er þvi tungl í liásuðri frá Flatey
kl. 5 47 e. m. (5 43 + 0 04 = 5 47).
Sólargangurinn i Reykjavik er tilgreindur í almanakinu hvern
miðvikudag. Sólargangurinn er talinn frá sólaruppkomu (su.), þá er
miðja sólar sést koma upp fyrir láréttan sjóndeildarhring, og til
sólarlags (sl.) þá er sólmiðjan sést íara niður fyrir sjóndeildarhring-
inn. Til þess að finna sólarganginn annarstaðar á landinu, þarf oð
gera lengdarleiðréttingu á Reykjavíkurtölunni á sama hátt sem við sól
eða tungl í hásuðri, en auk þess breiddarleiðréttingu.
Breiddarleiðréttingin fer eigi að eins eftir breiddarstigi staðarins,
heldur er hún einnig komin undir sólarganginum i Reykjavik. 1
eftirfarandi töblu er sýnd breiddarleiðrétting fyrir hvert liálft stig,
norðar og sunnar en Reykjavík, þegar sólargangurinn i Rvík stendur
á heilli stundu. Leiðréttingin er pósitif (+), þegar sólargangurinn
lengist vegna hennar, en negatif (—), þegar sólargangurinn styttist.
Breiddarleiðrétting töblunnar er þvi lögð við tima sólarlagsins í Rvík,
en dregin frá sólaruppkomutímanum. Sé breiddarleiðréttingin negatif
(—), verður að taka forteiknið til greina.
Dæmi: Sólargangur 3. maí á Raufarhöfn, sem er 6 stigum austar
og 2*/a stigi norðar en Rvik.
Penna dag er sólargangur i Reykjavik 16 st. 56 mín. Breiddar-
leiðrétting töblunnar fyrir 2*/> stig norður og sólargang 16 st. er + 16
mín. en fyrir 17 st. + 23 mín. og fyrir 16 st. 56 mín. verður breiddar-
leiðréttingin því + 23 min. Lengdarleiðréttingin er — 24 mín,
í Reykjavík .... su. 3 58 sl. 8 54
Breiddarleiðrétting . — 23 +23
Lengdarleiðrétting .____— 24______— 24
ÁRaufarhöfn .... su. 3 11 sl. 8 53
Annað dæmi: Sólargangur 15. nóv. í Flatey á Breiðaflrði, sem er
1 stigi vestar og 1 */• stigi norðar en Rvik. Sólargangur i Reykjavik
er 6 st. 28 min.
í Reykjavík.............su. 8 58 sl. 3 26
Breiddarleiðrétting . +12 — 12
Lengdarleiörétting . + 4 + 4
1 Flatey............... su. 9 14 sl. 3 18
(22)