Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Síða 33
Ávarp.
Kristilegt bókmenntafélag hefur nú göngu
sína í þeirri trú, að Drottinn ætli því að inna
af hendi mikilvægt hlutverk, til eflingar ríki
sínu á fslandi.
Oss, stofnendunum,, er það fyllilega ljóst, að
þau verkefni, sem eru fyrir hendi, eru svo mik-
il og margbrotin, að fyrir manna sjónum er
það ekki sýnilegt, að fámennt og fátækt félag
fái nokkru verulegu til vegar komið. En vér
þökkum Guði fyrir, að vér höfujm öðlast trúna
á Drottinn vorn og Frelsara, Jesúm Krist, því
að í þeirri trú höfum vér hafið þetta starf,
í þeirri trú viljum vér halda því áfram, og í
þeirri trú erum vér þess fullvissir, að sigur-
inn er oss vís. Því að »trú vor er siguraflið,
sem hefir sigrað heiminn.«
* *
*
1 sérhverju þjóðfélagi er þrotlaus barátta
railli margvíslegra afla,, sem öll reyna að ná
völduntum í sínar hendur. Þessi barátta, sem
stundum er hægfara, en stundum hinsvegar
ofsafengin og tryllt, knýr margt fram á víg-
völlinn„ sem annars mundi aldrei hafa komið
fram.
Og nú hefir þessi barátta knúið fram Kristi-
legt bókmenntafélag, sem á að taka þátt í hild-
arleiknum milli góðs og ills, trúar og vantrú-
sem ávallt er að harðna hér á landi. —
Tímanlegar framfarir hafa orðið miklar hér
á landi, síðustu áratugina. I sumum efnum jafn-