Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 36

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 36
30 gátu viöstööulaust valdið miklu tjóni. Og nú erw öldurnar sífellt að rísa hærra og hærra, svo að ef vér ekki vöknum til meðvitundar um skyldu vora og ábyrgð þá„ sem á oss hvílir, þá erum vér tortímingunni ofurseldir. — Það er kirkjunnar hlutverk, að vera á verði og vekja þjóðina til afturhvarfs, áður en allt er ;um seinan. Og í því efni viljum vér heldur ekki draga fjöður yfir sannleikann, heldur kannast við það hreinskilnislega, að kirkjan hef- ir ekki gætt þeirrar skyldu sinnar nægilega vel, því að ef hún hefði gert það, þá væri öðru- vísi umhorfs í hinu andlega lífi þjóðarinnar en raun er á orðin. Það er hryggileg staðreynd, að ef vér t. d. lítum yfir sögu kirkjunnar, það sem af er þessari öld, þá sjáum vér, að marg- ir af forvígismönnum hennar hafa algerlega brugðizt skyldu sinni. Þeir áttu að vera og þótt- ust vera góðir hirðar, en voru leiguliðar. Þeir áttu að vera leiðtogar, en urðu afvegaleið- endur. En þegar vér tölum um kirkjuna, þá eigum vér auðvitað ekki eingöngu við prestana og aðra leiðtoga kirkjunnar. Því að kirkjan er ekki það sama og prestarnir. Prestarnir eru. þjónar kirkjunnar, en kirkjan sjálf er samfélag allra þeirra manna, sem játa trúna á Jesúm Krist, byggða á vitnisburði Heilagrar Ritningar og staðfesta af reynzlu kristinna manna á öllum öldum. — Það liggur því í augum uppi, að sér- hver kristinn maður .hefir skyldum að gegna gagnvart kirkjunni. »Eg er vínviðurinn, þér er- uð greinarnar,« sagði Jesús. Greinin á að bera ávöxt, því að til þess er hún. Og hafi kirkjan ekki rækt köllun sína, svo sem henni hefir bor->

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.