Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Síða 37
31
ið, þá er sökin hjá hverjium kristnum einstakl-
ingi, hvort sem hann er leikmaðm- eða prestur.
Prestarnir hafa því miður oft brugðizt, en það
er engin afsökun fyrir trúaða leikmenn, —
hvert á móti. Því að enda þótt gera megi hærri
kröfur til prestanna, sem tekið hafa að sér
ábyrgðarmikið þjónsstarf innan safnaðarins,
há má söfnuðurinn auðvitað ekki gera sig sek-
an um þá kórvillu, að leggja árar í bát, þótt
þjónninn bregðist skyldu sinni. En það er nú
áþreifanleg staðreynd, að trúaðir leikmenn hér
á landi hafa engan veginn gert skyldu sína. Það
er mjög mikiö alvörumál og stórhættulegt fyrir
framtíð kirkjunnar.
Þess vegna hefir K. B. F. hafið göngu sína.
Það er leikmannastarf innan kirkjimnar, sem
vill veita kirkjunni lið í jjeirri baráttu, sem
nú stendur yfir.
Fyrst og fremst með því„ að leitast við að
vekja þjóðina til meðvitundar um hið raun-
verulega ástand í landinu í andlegum efnum.
Vekja hana til meðvitundar um það, að það
grúfir geigvænleg eiturþoka yfir andlegu lífi
þjóðarinnar, sem er að villa henni sjónir. Það
kemur meðal annars í ljós á þann hátt, að telja
má mönnum trú um, að hvers konar eftirlíking
og skrípamynd af kristindóminum, sé hinn sanni
kristindómur, og menn falla flatir fyrir hverj-
Um kenningarþyt, sem berst þeim til eyrna.
Upp úr þessari eiturþoku stendur aðeins einn
klettur, sem gnæfir við himin. Það er krist-
mdómurinn. Hann bifast ekki, hvað sem á dyn-
Ur. Því að hann er ekki af þessum heimi. Heila-
sPuni mannanna er jafn óskyldur kristindóm-