Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 50
44
sem prédikari, og- gat sér strax það frægðarorð
sem prédikari, sem sífellt hefir farið vaxandi
síðan.
Árið 1909 varð hann dr. phil. og sama ár
prófessor við Safnaðarháskólann í Oslo. —
Næstu árin var fremur hljótt um Hallesby.
Hann helgaði krafta sína algerlega því vanda-
sama og ábyrgðarmikla starfi, sem hann hafði
tekið að sér, að undirbúa prestsefni norsku
kirkjunnar undir æfistarf sitt,, sem þjónar
Drottins. Þó komu ávallt við og við út bækur
eftir hann, sem einatt vöktu mikla athygli.
Sömuleiðis talaði hann oft á allskonar kristileg-
um mótum við geysimikla aðsókn.
En það var ekki fyrr en 1919, að Hallesby
varð verulega þekktur sem kirkjulegur for-
ingi. Þá varð áköf deila um það í Noregi,
hvort trúaðir lútherskir prestar gætu tekið upp
samstarf við nýguðfræðinga. Biskupinn í Oslo.
J. Tandberg, sem annars var ákveðinn biblíu-
trúarmaður og andstæðingur nýguðfræðinnar,
hafði látið glepjast til slíks samstarfs. En er
Hallesby fékk að vita það, sendi hann biskupn-
um opið bréf í einu dagblaðinu í Oslo, og' átaldi
þessa framkomu biskupsins með hógværum orð-
um. Og þar með var kirkjudeilan mikla haf-
in. Nýguðfræðingarnir og vinir þeirra úr hópi
leikmanna réðust á Hallesby og alla hans fylgis-
menn með ótrúlegum ofsa. Ökvæðisorðunum
rigndi yfir hann, en Tandberg var hossað sem
píslarvotti sannleikans. En Hallesby var ró-
legur. Ekki eitt einasta stóryrði um persónu
andstæðinganna, ekki eitt einasta orð, til að
verja sína eigin persónu. Hann benti aðeins á,
að það væri ekki persóna sín, sem hér væri til