Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 59
53
Ekki fæst hann um að boða vestræna menn-
ingu, nema að því leyti einu, sem hún á Krisfe
að grundvelli. Hann leggur ekki heldur áherzlu
á sérskoðanir neins kirkjufélags, en hefir eins
og Páll postuli, ásett sér »að vita ekkert nema
Jesúm Krist og- hann krossfestan.« Öaflátan-
iega prédikar hann Krist. »Af því að Hann var
niaður,« sagir hann »getum vér nálgast Hann
og tekið Hann til fyrirmyndar. En af því að hann
var Guð, hafði Hann myndugleika til að segja:
»En ég segi yður ....« og- máttinn til að veita
oss hjálpræðið.« Stanley Jones hefir rekið sig á,
að menn geta aldrei haft á móti Kristi sjálfum
11 é kenningu hans„ heldur benda þeir á hina
kristnu. Þess vegna leggur hann hina mestu.
áherzlu á, að kristnir menn játi trú sína fyrst
°g fremst með því að sýnai Krist í lífi sínu,
aðeins á þann hátt geti þeir orðið »salt jarðar«
°g' »ljós heimsinsi«.
Það, sem einkum einkennir kristniboðsstarf-
semi hans er, að hann leggur áherzlu á hina
jákvæðu kristindómsboðun (þ, e. að boða Krist
ftieð líferni sínu og án áreitni við heiðinn átrún-
að), sem hina einu réttu aðferð. Og það, aö
hann leggur allt kapp á að innlífast Kristi og
hyggir kenningu sína á þeirri reynslu, sem hann
hlýtur í samfélaginu við Hann.
Prægð sína hefir hann fyrst og fremst .hlotið
sem rithöfundur. Hann hefir skrifað margar
bækur, þar sem hann túlkar þessar skoðanir sín-
av- Einkenni hans sem rithöfundar eru einkum,
skýr og ljós hugsun, frábær dýpt og sérstakt
'ag á því að gera hvert viðfangsefni lífrænt
°g áþreifanlegt. Þekktasta bók hans er »The
^hrist of the Indian Road«„ sem nú er að koma