Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 64

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 64
58 Ríkisstjðrn. Stjórn landsins skipa þrír ráðherrar, er j bera ábyrgð á stjórn þess. Nú sem stendur er sam- steypustjórn, þ. e. ráðherrarnir eru úr fleirum en ein- um flokk, og eru þessir ráðherrar: Ásgeir Asgeirsson, forsætis- og fjármálaráðherra, ólafur Thórs, dóms- málaráðherra, og sira Þorsteinn Briem, kirkju- og kennslumálaráðherra_ Ráðuneyti þetta tók við stjórn i maí 1932. — t*á er lögjafnaðarnefnd. Hana skipa 8 menn, 4 Danir og 4 íslendingar og eru þeir þessir: Einar Arnórsson, hæztaréttardómari, Jóh. Jóhannesson, fyrv. bæjarfógeti, Jónas Jónsson, fyrv. ráðherra, og Jón Baldvinsson, bankastjóri. Upphaflega voru aðeins 6 menn i nefndinni, 3 frá hvorri þjóð, en samkv. ósk Dana 1930, var 4. manninum, frá hvorri þjóð, bætt við, og studdu þeir (Danir) þá ósk sína með þvi, að þá gætu allir helztu stjórnmálaflokkarnir í Danmörku átt sinn manninn hver í nefndinni. Sendiherra Islands i Danmörku: Sveinn Björnsson. Umboðsmaður islands 1 utanríkisstjórn Dana: Jón Krabbe. Konungsritari: Jón Sveinbjörnsson. Þá heyra og ýmsar stofnanir og skrifstofur bein- línis og óbeinlínis undir ríkisstjórnina eða stjórnar- ráðið og má þar til nefna: Hagstofan (skrifstofustj. Þorsteinn Þorsteinsson), fræðslumálastjórnin (sjá síð- ar), skrásetning vörumerkja (cand. phil. Pétur Hjalte- sted veitir þeirri skrifstofu forstöðu), vegamálaskrif- stofan (Geir G. Zoega, vegamálastjóri), vitamálaskrif- stofan (sjá síðar), húsagerðarmeistari ríkisins (Guðjón Samúelsson), gerir uppdrætti og teikningar af öllum þeim byggingum, er ríkisstjórnin lætur byggja, Veður- stofan, stofnsett 1920 (forstöðumaður Þorkell Þorkels- son), landlæknir (sjá heilbrigðismál), biskup (sjá kirkjumál), Útvarpsstöð Islands (sjá síðar), simi (sjá síðar), póstmál (sjá síðar) o. fl. o. fl. J

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.