Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Blaðsíða 65
59
Klrkjumál.
Biskup: Herra Jón Helgason, dr. theol., fœddur 21/6.
1866, vígður biskupsvigslu 22/4. 1917.
Vígslubiskupar: 1 Hólastifti: Herra Hálfdán Guðjóns-
son, prófastur á Sauðárkróki, fæddur 23/5. 1863, tók
biskupsvigslu 8/7. 1928. 1 Skálholtsstifti: Herra Sig-
Urður P. Slvertsen, prófessor, Reykjavík, fæddur 2/10.
1868, tók biskupsvlgslu 21/6. 1931.
Kirkjurúð: Kirkjuráð hinnar islenzku þjóðkirkju var
sett með lögum 1931. Kirkjuráðið skipa 5 menn: Bisk-
up landsins, sem er sjálfkjörinn formaður þess, 2 guð-
fræðingar, kosnir af þjónandi prestum landsins og guð-
fræðideild Háskóla íslands og 2 leikmenn kosnir af
héraðsfundum um land allt.
Verkefni kirkjuráðsins er, að vinna að eflingu ís-
lenzkrar kristni og styðja að trúar- og menningaráhrif-
Um þjóðkirkjunnar með því að:
a) ihuga og gera ályktanir um þau mál, sem varða
þjóðkirkjuna I heild sinni og einstaka söfnuði hennar.
b) Stuðla að frjálsri starfsemi, til eflingar kristni-
lifi þjóðarinnar, mannúðar- og liknarstarfi.
Kirkjuráðið skipa nú: Biskup, hr. Dr. theol. Jón
Helgason, vígslubiskup, hr. Sig. P. Sívertsen, prófess-
°r, rúðherra Þorsteinn Briem, próf., forminjavörð-
Ur Matthías Þórðarson, kaupm. ólafur B. Björnsson.
Prófastar eru tuttugu á öllu landinu. Eru þeir yfir-
uienn presta, hver í sínu prófastsdæmi, og milligöngu-
uienn milli biskups og presta um kirkjuleg málefni.
Þrestar. Samkvæmt lögum um skipun prestakalla,
frá 1907, skulu vera hér á landi 105 prestaköll. Nú
eru þjónandi prestar hér á landi 101 og 2 aðstoðar-
Prestar. Þar að auki eru hér 2 fríkirkjusöfnuðir, í
Heykjavík og Hafnarfirði; hafa þeir og prest hvor
fyrir sig. A árinu voru 4 prestar vígðir; 2 höfðu dáið,