Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Blaðsíða 91
85
Vítar og björgunarstöðrar.
Vitaniúlaskrlfstofan (vitamálastjóri: Th. Krabbe).
Alls eru um 100 vitar á landinu og ein þokulúíðurs-
stöð (Dalatanga við Seyðisfjörð) og radioviti á Dyr-
hólaey.
Slysavarnarfélag fslands (forseti: Þorsteinn Þor-
steinsson, skipstjóri) er stofnað 29. jan. 1929, með
þeim tilgangi, »að sporna við sjóslysum, druknunum
og öðrum slysum, og vinna að því, að hjálp sé fyrir
hendi handa þeim, sem lenda í sjávarháska.« Félagið
hefir deildir víðs vegar um land. Björgunarstöðvar eru
nú 13, þar af hafa tvær björgunarbáta (í Sandgerði og
Vestmannaeyjum). Hitt eru línubjörgunarstöðvar, með
öllu tilheyrandi: stól, línum o. fl.
Smávegis.
Safnaðarháskólinn I Oslo átti 25 ára afmæli s. 1.
haust. Tildrögin til þess, að hann var stofnaður voru
þau, að árið 1906 var nýguðfræðingurinn J. Ording
skipaður prófessor i guðfræði við Háskólann í Oslo.
Próf. dr. S. Odland sagði þá af sér embætti sínu, þar
sem hann kvaðst ekki geta, samvizku sinnar vegna,
gengið undir sameiginlegt ok með þeim guðfræðingi,
sem afneitaði trú kirkjunnar. Tóku þá trúaðir menn
um land allt höndum saman og lögðu fram fé, til
þess að koma á fót óháðum prestaskóla, þar sem sann-
trúaðir menn væru kennarar. Safnaðist á skömmum
tíma 150 þús. krónur, og haustið 1908 hóf Safnaðar-
háskólinn starf sitt með 3 prófessorum og 14 stúd-