Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 33
29
ari dygðir; sem varðveizla og forsjón, farsæld og
öruggleiki :
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Og er kvelda tekur, og degi hallar, þá er oss
þörf að biðja og segja: »Vertu hjá oss«. Hver er
sá kristinn maður, sem vildi ekki hafa því verki
síðast lokið að kveldi, ef dauðinn skyldi berja að
dyrum um nóttina eða dagur Drottins kæmi þá
nótt, að fela anda sinn í hendur föðurins í nafni
Jesú Krists frelsara síns?
»Biðjið án afláts«, segir Páll (I. Þess. 5> 17)-
En biðjum líka á vissum tímum og veljum oss
góðan stað í einrúmi, ef þess er kostur. Kvelds
og morgna i svefnherberginu eða öðrum hentug-
um stað, t. d. »Sjö sinnum á dag lofa eg þig«,
stendur í Davíðssálminum. Hve miklu fremur
skyldum vér þá lofa Drottinn! Við þetta helgast
hugur vor og hjarta.
En vér eigum líka að vaka til þess að hlusta á
Drottinn. Orð hans eru rítuð í bók, sem heitir
Heilög Ritning. Hún segir oss frá vilja hans oss
til hjálpræðis, bæði frá kröfum hans og gjöfum.
Lögmálið og dæmi Krists segir oss frá kröfum
hans, og fagnaðarerindið segir oss frá frelsara vor-
um og náð Guðs. Lögmálið dæmir; fagnaðarer-
indið sýknar. Lögmálið leiðbeinir; fagnaðarerindið