Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 35
3i
Jesús hefur sagt: »Hvar sem tveir eða þrír eru
samankomnir í mínu nafni, þar er eg mitt á með-
al« (Matt. 18, 20). Af honum helgast samfélagið.
Án hans er það vanheilagt.
Vér þurfum styrk af bræðrum vorum og systr
um í Drottni. í samfélagi heilagra fáum vér áminn-
ingu og uppbyggingu, sameiginlega gleði og nýj-
an styrk, Þar getum vér trúað vini eða vinum
fyrir leyndarmáli, sem krefst hjálpar og úrlausnar.
Þar getum vér fengið fyrirbæn í erfiðleikum vor-
um. Þar hljótum vér blessun samfélagsins, því að
»þar hefir Drottinn boðið út blessun, lífi að eilífu«
(Sálm. 133, 3). Þar er fyrirgefning syndanna (Jóh.
20,23), en *lnn er höndin, sem kippir oss inn í
samfélag Drottins á ný, þegar vér höfum syndg-
að, því að »ef vér játum syndir vorar, þá er
hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss-
syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti« (I. Jóh. 1,
9). Ef syndin íþyngir hjarta voru og vér getum
ekki trúað fyrirgefningunni, þá þurfum vér hjálp
góðs vinar í trúnni.
Þannig er samfélagið nauðsynlegt oss til helg-
unar.
Kveldmáltíðin er leyndardómur og færir oss náð
Guðs með sérstökum hætti. Hana ber oss að rækja
vegna helgunar vorrar. Oss ber að sækja þann
styrk, sem oss er til boða, því að það er Guð,
sem verkar í oss bæði að vilja og framkvæma sér
til velþóknunar (Fil. 2, 13).