Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 37
33
lífi að eilífu í samfélagi heilagra. I>að er Guð, sem
fyrirgefur syndirnar. Það er Guð, sem gefur oss
Krist, Soninn sinn eingetna, í kveldmáltíðinni.
Takmarkið er, að Kristur fylli allt í öllum, að
vér verðum sem fullorðinn maður og náum vaxtar-
takmarki Kristsfyllingarinnar. (Ef. 4, 20). Því meir
sem Kristur fyllir hjarta vort og gjörvallt líf vort,
því heilagri og hreinni verðum vér.
Það er krafíurinn frá hceðum, sem helgar oss.
Þegar hann fær að streyma sem þungur foss í lifi
voru, þá er Guð að fullkomna oss 1 öllu góðu, til
að gjöra vilja hans og koma því til leiðar í oss,
sem þóknanlegt er í hans augum, fyrir Jesúm Krist
(Hebr. 13, 21).
Það er Andi Guðs, hann, sem Jesús hét að
senda, sem helgar oss, sem kemur til leiðar dygð-
unum. »En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði,
friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmennska, hóg-
værð, bindindi« (Gal. 5, 22). Það er hann, sem
sannfærir oss um synd, knýr oss til iðrunar og
yfirbótar, leiðir oss upp að krossi Krists og sýnir
oss hann í allri hans náð og allri hans hryggð
yfir syndum vorum og fullvissar oss um fyrirgefn-
ingu og fyllir oss friði og gleði.
»En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega,
og gjörvallur andi yðar sál og líkami varðveitist
ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists.
Trúr er sá, er yður kallar, og hann mun koma
þessu til leiðar« (I. Þess. 5, 23.—24.).