Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 40
36
kristindómurinn var hið langsterkasta áhrifavald,
sem að honum beindist í uppeldinu. Þess vegna
lifði hann óvenju hreinu æskulífi og kristindómur-
inn varð grundvöllur og höfuðinnihald lífsviðhorfs
hans.
Eg kynntist honum 18 ára gömlum. Þá var
hann þegar fast mótaður maður. Þá var honum
orðið fullljóst, hvert verkefni hans í lífinu skyldi
verða. Hann hafði svo einbeittan vilja, að fádæmi
er. Starfselja hans var svo mikil, að jafnvel vinir
hans gerðu sér þess ekki grein, að hann lifði við
lamaða heilsu. Atorka hans var slík, að hvar sem
hann sá verkefni, sem skorti aðgjörðir, hlaut hann
að bæta því á sig að hrinda því í framkvæmd.
Hvernig gat heilsubilaður æskumaður sameinað
alla þessa kosti á svo háu stigi f
Skýringin er sú, að hann var kristinn í fullri al-
vöru, — höndlaður af Kristi. — Hann v i s s i, þó
ungur væri, að nota ber vel hverja stundina, því
tímarnir eru vondir; enda hefi ég engan þekkt,
hvorki eldri né yngri, sem notar tímann jafn vel,
og hann gjörði. Flestir hafa aðeins á vissum augna-
blikum hugboð um gildi tímans, en honum var
skilningurinn á því daglegur veruleiki. Enda var
það svo um hann, að hann afkastaði ótrúlega mik-
illi vinnu,
Þvílíka foringjahæfileika hefi ég aldrei vitað hjá
nokkrum manni, og þvílíka hetju hefi ég aldrei
séð.