Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 43
39
að fylla hið stóra skarð, er varð við fráfall hans,
sem annars hefðu enn um hrið dregið sig í hlé.
I dauðanum var hann krýndur þeirri náð, sem
ástvinum Krists einurn hlotnast. Hann vitnaði um
Frelsara sinn síðustu stundir lífsins.
Síðan hurfu þeir vorum dauðlegu augum saman
— Drottinn og hans elskaði lærisveinn — — —.
Sigurður Pálsson.
Nokkrar enduminnmgar frá skólaárunum
um Valgeir Skagfjörð.
Til eru gamlar frásagnir um menn, sem lögðu
út á opið hafið á lélegum farartækjum í leit að
fyrirheitna landinu, mönnum, sem þrátt fyrir strang-
an andbyr gáfust ekki upp, heldur trúðu á fyrir-
heitið og sigruðu að lokum.
Líkt er ástatt um unga menn, sem eiga sér hug-
sjónir og fygja þeim eftir. En þeir eru fáir. Einn
þeirra var Valgeir heitinn Skagfjörð. Sá er þessar
línur ritar, átti því láni að fagna, að þekkja hann
nokkuð náið, Við sáumst í fyrsta sinn í barna-
skólanum hérna í Reykjavík. Það var komið fram
undir októberlok, að mig minnir, og skóli því byrj-
aður fyrir nokkru. Þá var það einn morgun, að