Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Qupperneq 45
41
Valgeir, einmitt á þeim árunum, er unglingar eru
óðum að mótast og öll utan að komandi áhrif
rista dýpst. Mér er enn minnistætt smáatvik, sem
bar fyrir okkur þetta vor. Við vorum beðnir að
fara snúning fyrir verzlun eina og vorum að bolla-
leggja, hvað við ættum að setja upp fyrir vikið.
Kom okkur ásamt um að fá fyrir það nokkrar
karamellur. »Jæja, hvað á ég nú að borga ykkur?«
spurði búðarstúlkan, þegar við höfðum farið sendi-
ferðina. »50 súkkulaðikaramellur«, sagði Valgeir
og leit á mig um leið, og sá ég glettnina skína
út úr andliti hans. Auðvitað fannst okkur báðum
þetta hin mesta fjarstæða. Þetta væri svo mikið,
að ekki næði nokkurri átt. En búðarstúlkan veitti
því ekki neina athygli, heldur taldi fram 50 súkku-
laðikaramellur orðalaust. Þá sá ég, að Valgeir
ætlaði að fara að gera einhverja athugasemd,
en ég hnippti í hann óþyrmilega, og tróðum við
svo karamellunum í vasann og þutum út. Þær
voru gómsætar karamellurnar. En einhvern-
veginn var nú samvizkan elcki góð. Valgeir sagði,
að þetta væri ekki rétt, við hefðum krafizt langt-
um meira, en okkur hefði borið. Fékk hann svo
togað mig með sér inn í búðina aftur, og skiluð-
um við þar aftur 40 karamellum og gáfum þá
skýringu, að við hefðum ekki ætlað að setja upp
meira en 10, eða 5 hvor. Mæti ég nokkurntíma
tqgkifæri til að auðga mig á óheiðarlegati hátt,
dettur mér þetta smáatvik í hug. — Við náðum