Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 46
42
báðir prófi upp í Menntaskólann. Minnist ég enn
margra ánægjulegra stunda frá samvistunum í
fyrsta bekk. Kg held, að við höfum, bekkjarsyst-
kinin, öll verið óvenju samhent. Þar sem að okk-
ur busunum, fannst ekki nógu mikið tillit tekið
til okkar í aðalfélagi gagnfræðadeildarinnar, »Fjölni«,
mynduðum við sjálf málfundafélag innan bekkjar-
ins; nefndist það »Huginn«; og gáfum ennfremur
út skrifað bekkjarblað, er nefndist »Muninn«. Að
öllu þessu starfaði Valgeir með alúð. Kom þá þeg-
ar í ljós félagslyndi hans og ánægja að því að
leggja fram krafta sína í þágu heildarinnar. Við
héldum meira að segja bekkjarskemmtun. Lagði
þar hver fram krafta sína til að gjöra liði skemmti-
skrárinnar sem fjölbreyttasta, Valgeir ekki síður
en aðrir. Hann las þar upp kvæði eftir Þorstein
Erlingsson, »Þvottakonuna«. Þeir, sem kvæðið
þekkja vita, hvað kjörum smælingjanna er þar
átakanlega lýst og af mikilli samúð. Mér er enn i
minni, hvað Valgeir túlkaði það af mikilii alvöru
og krafti, svo það fékk mikið á okkur. En val
kvæðisins við þetta tækifæri lýsir skapgerð
hans vel: Hann gat verið glaður og reifur í vina-
hóp, en hann vildi aldrei, að alvara lífsins gleymd-
ist og þeir, sem varhluta íara af þessa heims gæð-
um. — Þá er Valgeir hafði lokið prófi upp í ann-
an bekk, skildi leiðir okkar. Móðir hans fluttist
búferlum til Akureyrar. »Valgeir verður orðiiyi
svo stór, þegar þið sjáist næst, að þið munuð