Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 47
43
varla þekkjast«, sagði hún, þegar við kvöddumst.
Svo liðu tvö ár. Eg var að koma frá skólasetn-
ingu haustið, sem ég settist í fjórða bekk. Kom
ég þá auga á tvo pilta úti í porti skólans. Annar
var meðalmaður fölleitur og grannleitur, og
þóttist ég þekkja svipinn. Jú, það var Valgeir.
Hann hafði breytzt mikið. Vissulega hafði hann
stækkað bæði líkamlega — og andlega eigi síður,
líklega enn meir. Ut úr svipnum skein alvara hugs-
andi manns, og úr áugunum leiftraði einhver eld-
ur, sem gaf Valgeiri alveg sérstakan blæ. Við end-
urnýjuðum nú vináttu okkar, sem við höfðum nú
reyndar alltaf haldið við með bréfaskriftum öðru
hvoru. Fjórði bekkur er, eins og kunnugt er,
þyngsti bekkur skólans, svo b'till timi er þar af-
gangs, ef námið er sótt af kappi. Eigi að síður
réðumst við bekkjarsystkinin í að stofna málfunda-
félag í bekknum og hlaut það nafnið Njáll. Voru
þar rædd ýms áhugamál vor. Skyldu þessir bekkj-
arfundir verða nokkurskonar æting og undirbún-
ingur til þátttöku í umræðum í aðalmálfundafélagi
efri bekkjanna, »Framtíðinni«. En í 4. bekk mun
Valgeir fyrst hafa kennt þess sjúkleika, er nú hefir
dregið hann til bana. Lá hann þá langa legu. Og
með því að aðrir góðir starfskraftar bekkjarins
heltust úr lestinni fyrir vanheilsu, dofnaði yfir fé-
laginu er á leið veturinn. En í 5. bekk stakk Val-
geir upp á því, að endurreisa Njál á nýjum grund-
velli; skyldi þann fyrst og fremst vera bindindis-