Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 48
44
félag en jafnframt beita sér fyrir útiferðum og öðr-
um hollum íþróttum innan skólans. Það er mála
sannast, að ýmsir okkar menntamanna hafa byrjað
að drekka þegar í skólanum. Hefir svo vínið smáin
saman tekið þá þeim heljartökum, að þeir hafa
aldrei borið sitt barr, en oft og einatt verið ein-
ungis skuggi þess, sem þeir hefðu getað orðið, ef
hæfileikar þeirra hefðu mátt njóta sín. Nú vildi
Valgeir stemma hér að einhverju leyti á að ósi
með því að efla bindindishreyfingu innan skólans
en beina jafnframt eðlilegri æfintýraþrá æskunnar
inn á hollari brautir. Vissulega var hér víð ratnm-
an reip að draga: rótgróna andúð gegn öllu, sem
sór sig í ætt við templara og stúkur, og gamlar
erfikenningar skólalífsins. En Valgeir helgaði krafta
sína þessu umbótastarfi með eldmóði siðbótar-
mannsins, og þótt félagatala Njáls væri aldrei geysi-
mikil, hefur vafalaust margt gott af þessu hlotizt.
I 6. bekk var Valgeir alltaf öðru hvoru sjúkurog
um það leyti, er stúdentspróf skyldi af hendi ynnt,
lagðist hann rúmfastur. Má það nærri geta, hver
vonbrigði honum hafa það verið, að verða að
skerast úr leik, þegar takmarkinu var að verða
náð, eftir 6 ára nám. En það var, eins og ekkert
fengi lamað kjark hans. A sjúkrabeði las hann
undir stúdentsprófið af veikum mætti og lauk
prófi í nokkrum námsgreinum heima. Og allt próf-
ið stóðst hann með I. einkunn og mátti það telj-
ast þrekvirki, er athugaðir eru þeir örðugleikar, er
í