Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 52
48
legur, en þagði. Og ég hefi þagað um það fram
á þenna dag, enda fer bezt á, að eintali sálarinnar
sé haklið leyndu.
Þegar eftir ferminguna fór þetta smám saman
an að »eldast af mér«, sem kallað er. Tvo vet-
urna (1912—'13) í lýðháskólanum á Hvítárbakka,
gaf ég mig mjög að öllum gleðskap og var sízt
alvörugefnari en aðrir nemendur. Eitthvað mun
þó brydd hafa á minni miklu trúhneigð, þó að hættur
væri ég þá að tala við Guð; var ég af skólasyst-
kíinum mínum oft kallaður í gamni »síra Ólafur«
eða »presturinn«. — Það lifði í glóðunum, þó
faldar væru.
Velsæmistilfinning manna, segir fyrir um það,
hvað við á eða ekki. í okkar kristna þjóðfélagi
þykir það engum manni sæmandi að leggja rækt
við trúargáfu sína eða láta á henni bera hið minnsta.
Allar aðrar gáfur, svo sem tónlistar-, reiknings-,
rannsóknargáfu o. s. frv., þykir sjálfsagt að glæða
og fullkomna sem bezt, og ekki þykir annað við-
eigandi, en að menn leggi hart á sig og kosti
miklu til þess. En það er óskrifað lögmál, og
hefir lengi verið, að menn ekki aðeins vanræki
trúargáfuna, heldur bæli hana niður eftir bezta
megni.
Mér tókst það um tíma og gat þá syndgað með
glöðu geði. En við guðsþjónustu í Bæjarkirkju í
Borgarfirði, á Hvítasunnudag 1914, var sem í mér
brysti stífla. Eg var þá 18 ára-