Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 53
49
Jafnframt, og í órjúfanlegu sambandi við þá
vakningu, gerði það hugboð vart við sig fyrsta
sinni hjá mér, að mér mundi ætlað að verða trú-
boði meðal heiðingjanna. Það, að gefast Guði og
gerast kristniboði, fékk ég ekki aðgreint. Kallið
frá Guði til frelsunar stóð í beinu sambandi við
köllunina til starfs í hans ríki. Og mér fannst það
vera svo sjálfsagt og óumflýjanlegt, að ég gæfist
Guði og gerðist kristniboði, að það kostaði mig
enga baráttu að ákvarða mig.
En þá hófst baráttan, er ákvörðunin var tekin,
— ákvörðun, sem hlaut að koma í bága við allar
mínar framtíðarvonir, Hrun loftkastala er ekki
hættulaust. En þá raun fékk ég staðizt, af því að
nú var mér aftur orðið eðlilegt að tala við Guð
og úthella hjarta mínu fyrir honurn.
]>að vissi ég, að mér var ætlað að flytja heið -
ingjunum fagnaðarboðskap Jesú Krists. En að
öðru leyti hafði ég enga hugmynd um, hvað kristni-
boð í raun og veru er. Aftast í biblíusögum Sig
urðar Jónssonar, stóð eitthvað um útbreiðslu krist-
indómsins. En um kristniboð síðari tíma og hina
miklu þátttöku nágrannaþjóðanna, vissi eg ekkert
Mér var það jafnvel ókunnugt, að ýmsir ágætustu
menn prestastéttarinnar íslenzku hefðu verið ötulir
stuðningsmenn og formælendur kristniboðsmálsins,
og að íslenzk kona (Steinunn Jóhannesdóttir frá
Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd) hafði þegar
starfað að kristniboði í Kína í mörg ár.