Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 55
5i
ekki fyrir fagnaðarerindið«. Hátt á annað ár fyllti
ég flokk þeirra manna, er að vísu trúðu á Ivrist;
»þó talaði enginn um hann, af ótta við Gyð-
inga«.
Tveimur mönnum gat ég þó trúað fyrir leynd-
armáli mínu, og nvjög þráði ég að leita þeirra
ráða. Var annar þeirra presturinn okkar, sna
Tryggvi Þórhallsson, síðar ráðherra, sá maðurinn,
sem orðið hafði mér til mestrar blessunar, en jafn
framt óafvitandi komið mér í mestan vanda. Hinn
maðurinn var síra Magnús Andrésson á Gilsbakka
og varð það úr, að ég fór á fund hans. Eg hafði
gengið tii spurninga hjá honum einn vetur, og
vann hann þá hug minn allan, svo að ekki hefi
ég borið hlýrri hug eða meira traust til nokkurs
manns mér óviðkomandi. En hvernig mundi nú
honum lítast á þetta ráðabrugg mitt?
Góðar viðtökur fékk ég á Gilsbakka. Þar var
þá staddur síra Einar Pálsson frá Reykholti og var
mér skipað til borðs með þeim prestunum. Eftir
á átti ég langt samtal við síra Magnús. Hann var
seinn til svara, en ekki lét hann einu orði undrun
sína í ljósi og snérist samtal okkar allt um það,
með hvaða hætti ég gæti bezt búið undir það að
verða kristniboði. Varð það úr, að ég skildi snúa
mér til Sigurbjarnar Ástvaldar Gíslasonar; honum
mundi manna kunnugast um kristniboðsmál.
Þegar ég kom heim aftur að Hvítárbakka, var
nýkomin frétt um, að stríð væri skollið á í Evrópu.