Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 56
52
Síðar kynntist ég mörgum Islendingum, sem
fundið , hafa löngun hjá sér til þess að verða
kristniboðar, þó ekki yrði úr því. En hvernig mér
tókst að ná því takmarki verður sagt í næsta
þætti. I 20 ár hefi ég ekki þurft að efast um köll-
un mína né iðrast þess, að ég var henni hlýðinn.
Gæfan er oss búin á Guðs vegum.
XI.
Eg á það næst Guði aðallega tveimur mönnum
að þakka, að ég varð kristniboði. Annars þeirra
hefi ég þegar getið, nfl. síra Tryggva Þórhalls-
sonar, prests að Hesti í Borgarfirði og síðar for-
sætisráðherra landsstjórnarinnar. Honum á ég að
þakka trúarlega vöknun mína, en henni fylgdi
dýrsta þnoss lífs míns: kristniboðsköllunin. Hinn
maðurinn var Lárus Slotsvík, skipstjóri frá Sunn-
mæri í Noregi.
Þessir menn dóu báðir á bezta skeiði og um
h'kt leyti síðastliðið sumar.
Seint á hausti 1915 stóð smáklausa í íslen/.kum
blöðum um það, að norskur skipstjóri hefði tekið
íslenzkan pilt með sér til Noregs og sett hann til
mennta.
Eg hafði um sumarið unnið að steinsteypu á
Siglufirði. Félagar mínir þar voru mér afar góðir,
en litla hugmynd höfðu þeir um það, sem mér var
þá ríkast í huga: trú mína Og köllun, enda hafði