Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 57
53
ég ekki hugrekki til að kannast við það fremur
en stolinn feng.
I frístundum mínum stalst ég úr félagsskap
þeirra og bað til Guðs undir beru lofti. Itg laum-
aðist úr vel launaðri kvöldvinnu á samkomur
Hjálpræðishersins og sjómannatrúboðsins norska.
Þegar það svo komst upp eftir á, skammaðist ég
mín, eins og hefði ég framið eitthvert ódæði.
Hugsa sér annað eins, að fara á »Hersamkomur«!
í þeim félagsskap undi ég mér þó vel; þar og
hvergi annarstaðar fann ég svölun sálu minni;
hefir mér verið hlýtt til Hjálpræðishersins æ síð-
an.
líg á ennþá í fórurn mínum dagbókarblað, dag-
sett á tvítugs afmæli mínu, sunnudaginn 15. ágúst
1915. Norskir sjómenn höfðu haldið guðsþjónustu
i kirkjunni á Siglufirði klukkan 5 síðdegis. Eftir
aðalræðuna höfðu þeir vitnisburðasamkomu. Margt
norskra manna talaði þar um trúarreynslu sina.
Kirkjan var að heita mátti full. Eg skildi þá sama
og ekkert í norsku, en svo voru áhrif þessara ein-
földu, einlægu og eldheitu vitnisburða sterk, að
ég varð sem frá mér numinn af hrifningu, og í
hálfgerðri leiðslu var ég staðinn upp úr sæti minu
og farinn að halda tölu - fyrsta sinni í kirkju.
Eg hefi oft talað í kirkjum síðan, en sjaldan við
betri áheyrn. Það lrafði aldrei kornið fyrir áður,
að íslenzkur rnaður léti til sín heyra á þessum
satnkomum; þess vegna hefir mér verið gaumur