Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 58
54
gefinn. Nokkur alvara hefir þó fylgt því, sem eg
sagði, því að ennþá, 20 árum síðar nákvæmlega,
man ég það hér um bil orðrétt.
í samkomulok heilsuðu margir upp á mig, en
einn maður, mér alveg ókunnur, tók mig afsíðis,
og áttum við lengi tal saman. Hann skildi litils-
háttar í íslenzku, en ég ekkert að heita mátti í
norsku ; man ég nú ekki eitt orð af því, sem hann
sagði. Þó skildi ég að hann bauð mér að koma
með sér til Noregs, og varð það að ráði.
Maður þessi var Lárus skipstjóri Slotsvik. Við
hittumst öðru sinni nokkru síðar um borð á »Bar-
den«, nýju, stóru fiskiveiðaskipi frá Alasundi. Hér
var ég öllum ókunnur, mállaus og félítill á leið
út í heim. Þegar í t'yrstu var ég þess fullviss,
að guðleg handleiðsla réði þessu ferðalagi. Þó var
í mér nokkur beygur, þegar skipið renndi út úr
fjarðarmynninu. Félagar mínir vildu mér vel, en
þeim hafði litist illa á þetta ráðalag, efazt um, að
þessum norska manni gengi neitt gott til, og svo
gæti jafnvel farið, að ég yrði seldur mannsali.
Um haustið kom Slotsvik mér í skóla. Vorið
1916 fór ég með honum á þorskveiðar til íslands.
Við stunduðum veiðar fyrir austurlandinu og urð-
um fengsælir. Hvergi komum við í höfn og sáum
sjaldan land, en söltuðum aflann um borð. Mán-
uði síðar héldum við til Noregs og seldum aflann
og fengum þúsund krónur í hlut. Um vorið fór-
um við til Siglufjarðar á síldveiðar. Aflinn var