Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 60
56
lítill og átti einar 150 krónur í eigu minni. Eftir
fimm ára nám var mér einskis vant, og 300 krón-
átti ég í sjóði.
21. ágúst 1920 var ég vígður í Úsló ásamt
skólabræðrum mínum; viku síðar lögðutn við af
stað til Ameríku, en þar dvöldum við eitt ár við
nám, áður en við fórum til Kína. Vígsluria fram-
kvæmdi formaður og sambandsráð Kínatrúboðs-
félagsins norska; var sú athöfn biblíuleg, einföld
og hátíðleg. En mikið harmaði ég það, að geta
ekki tekið kristniboðsvígslu mína heima á íslandi
(frá norska félagsins hálfu hefði ekkert verið því
til fyrirstöðu), og geta ekki starfað frá fyrstu á
vegum islenzkra kristniboðsvina.
Þó hefir það hryggt mig meira, að þess varð
svo langt að bíða, að fleiri íslendingar gerðust
kristniboðar,
Eg hefi aldrei þurft að efast um köllun mína,
að ég þrátt fyrir minn mikla ófullkomleik átti að
verða kristniboði á meðal heiðingjanna. A þeirri
braut hefir mér fallið mikil og óverðskulduð bless-
un í skaut. Eg er ekki ánægður með sjálfan mig,
en ég er ánægður með hlutskipti mitt og Drottin,
sem ég þjóna.
Olafur Olafsson.