Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 61
K. F. U. M.
stai-f þess og skipulag.
Ritgerð sú, er hér fer á eftir, á ekki að lýsa
sögu K.F.U.M. sem heildar né heldur einstaks fé-
lags, heldur á hún að segja frá starfsemi og skipu-
lagi þess í megindráttum og benda á helztu meg-
inreglur og sérkenni þess. Æskilegt vaeri, að hún
mætti verða að nokkru gagni bæði fyrir K.F.U.M.
og kirkju hér á landi.
I. i’öriin.
Óþarft er að spyrja, hvort þörf sé fyrir K.F.
U.M. Hún er auðsén af tvennu: Æskan þarfnast
boðskaparins um Krist, en Kirkjan á einatt erfitt
með æskuna.
Ungur maður trúaður þráir samfélag trúaðra
vina, en hinsvegar sér hann jafnaldra sína ganga
hinn breiða veg, sem liggur til glötunar. Hann
langar til að bjarga þeim og vinna þá fyrir Krist.
Svo var um George Williams, stofnanda K.F-U.
M. Æskumenn þarfnast Krists. Ungir, trúaðir
menn þarfnast trúaðra vina. Þeir þarfnast starfs
og samstarfs fyrir Krist og jafnaldra sína. Slíkt
samstarf er K.F.U.M.
Kirkjan heldur guðsþjónastur hvern helgan dag,
en fátt er þar af ungum mönnum og flest konur.