Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 62
58
Æskan er ekki vantrúarskeiðið í mannsæflnni, eins
og menn gætu haldið. Þvert á mót er hún sá
tími, sem flestir finna Drottin. Hvað veldur þá
svo lítilli kirkjusókn af ungum piltum? Mun það
ekki liggja í sniði guðsþjónustunnar? Hún fer eft-
ir föstum reglum, og söfnuðurinn tekur næsta lít-
inn þátt í öllu því, sem fram fer, Fábreytni og
kyrseta er sízt við hæfi ungra manna. Æskan er
full af lífi og íjöri; starfsemi og fjölbreytni er við
hennar hæfi. Því* er þörf á sérstöku starfi við hæfi
æskunnar, þar sem hún tekur sjálf virkan þátt í
öllu, sem fram fer.
Þetta bjó með þeim mönnum, sem riðu fyrstir
á vaðið á síðast liðinni öld til þess að vinna æsk-
una fyrir Krist. Að vísu fór það þroskaleið, fyr
en menn höfðu skilið þetta, en forsaga K.F.U.M.
og grundvallarregla K.F.U.M., er samþykkt var í
París 1855, þegar alheimssamband K.F.U.M. var
stofnað, bera þess ljósan vott, að þessi var stefn-
an: æskumenn vinna æskumenn fyrir Krist.
Þegar litið er á þetta, liggur það í augum uppi,
hver þörf er á slíkum félagsskap sem K.F.U.M,
Æskumenn leggja krafta sína saman að einu
verki: æskan fyrir Krist
II. Sérkeuni K.F.U.M,
Nafnið: Kristilegt félag ungra manna (skamm-
stafað K.F.U.M.) er af enskum uppruna: Young
Men’s Christian Association (Y.M.C.A.). íslenzka