Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 63
59
nafnið er sniðið eftir norrænni fyrirmynd. Síðasta
orðið: manna, fyrir karlmanna. er haft svo til þess
að halda sömu skammstöfun og frændþjóðirnar á
Norðurlöndum hafa.
Nafnið segir til um eðli félagsins að fernu leyti.
Það er kristilegt; í því er fólgin trúarjátning og
markað starfssvið, Það er félag, ekki stofnun;
samstarf, ekki skóli eða starf hinna eldri fyrir þá
yngri; með þessu er eðli æskunnar, starfsþrá henn-
ar gert til hæfis. Það er fyrir tmga menn; það er
stofnað af ungum mönnum til þess að vinna aðra
unga menn fyrir Krist og uppbyggjast sjálfir. Það
er fyrir kailme^m; það er mikill kostur. Það er
karlmönnum miklu eðlilegra að leita til karlmanna
með einkamál sín í trúarefnum, og jafnframt verð-
ur samfélagið frjálsara og óþvingaðra í hópi þeirra
einna- Ennfremur hefur reynslan sýnt, að þar sem
eru bæði konur og karlar í slíkum félögum, verða
konurnar fljótt í meiri hluta, og vill þá brenna
við, að karlmennirnir dragi sig út úr, týni tölunni,
einkum meðal unglinga; má benda hér á kristi-
legu æskulýðsfélögin í Noregi sem dæmi.
Parisargrundv'óllur. Þegar K.F.U.M. var stofnað
í London (1844), voru þar saman 12 ungir
menn, 3 frá biskupakirkjunni, 3 frá fríkirkjunni, 3
endurskírendur (baptistar) og 3 frá methodista-
kjrkjunni. Þegar alheimssamband var stofnað í
París (1855), voru fulltrúar komnir frá 7 löndum
í Evrópu og Ameríku. Það var því ljóst, að finna