Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 65
6i
ans og til hans hafa verið frumstæðustu, dýpstu
og áhrifamestu drættiruir í lífi og starfi félagsins.
En meginreglan snertir ekki aðeins trú félags-
ins. Hún markar einnig stefnu þess í framkvæmd-
um. Allir eiga að starfa að útbreiðslu ríkisins með-
al ungra manna. Það er leikmannastarfsemi, eða
eins og fyr er sagt: félag, ekki stofnun. Vinur
vinnur vin.
Hér kemur til greina ein spurnig. Hvernig ber
að skilja regluna? Geta engir orðið meðlimir nema
trúaðir menn? Þannig hafa sum félög starfað, en
misst við það starfssvið. Onnur standa öllum op-
in: kristnum mönnum, Gyðingum og heiðingjum,
en meðlimir skiftast í tvo flokka: skráða og starf-
andi meðlimi. Skráðir geta allir orðið, sem gang-
ast undir lög og reglur félagsins, en starfsmenn
verða þeir einir, sem trúna hafa öðlast. Þeir einir
geta vitnað urn Drottin og frelsara sinn. Þessi
regla er erfið til framkvæmda, en nauðsynleg samt,
og vel skyldu félög gæta hennar. Auðvitað geta
allir meðlimir félagsins eitthvað gert. Margt þarf
að gera, og margt af því eru störf, sem snerta að-
eins umbúðir fjelagsins og ekki kjarnann sjálfan.
Gefst þar mikið tækifæri til þess að veita starfs-
löngun ungra manna útrás. En þegar þeir komast
til trúar, þá taka þeir líka til starfa á andlega
sviðinu ótilkvaddir í einhverri mynd. Foringjavalið
er vandaverk, því að vitnisburðinn og boðskapinn
má aðeins fela trúuðum mönnum.